54%

Í blaðinu í dag er frétt um kynjahlutfall í nefndum og ráðum nýju borgarstjórnarinnar, sett fram á skemmtilegan hátt svona borgarstjórnar-tré á bls.6.

Ég hef verið að rýna í hlutföllin mér til ánægu er tréð samtals 54% kvk og þá 46% kk 

Dagur er efstur borgarstjórinn, hann dregur vagninn með Svandísi, sem er staðgengill borgarstjóra þarna er eitthvað nýtt á ferðinni og óska ég þeim til hamingju og velfarnaðar. Svandís er í annarri rim ásamt Margréti og Birni, Margrét er forseti og Björn formaður borgarráðs.

Síðan er nefndunum raðað smekklega fyrir neðan hvert og eitt embætti... eins og lauf á tré fjöldamörg. Ég lét augað renna niður með trénu og skoðaði hlutfalls táknin kona/karl og snarstoppaði við 7/0, konum í vil, hvaða ráð er þetta ? Leikskólaráð er þetta jafnrétti vá hugsað ég  og fór að rýna betur í hverjar þessar konur eru, og fannst dáldið fyndið að Ragnar Snær úr x-d er þarna á meðal, smá röskun á málvitundinni, trúlega prentvilla heheh. Næsta stopp var framkvæmdasvið 1/6 körlum í vil er þetta jafnrétti, hvar eru konurnar ætla þær bara að taka ábyrgð í leikskólamálum og engum framkvæmdum? 

Mannréttindanefnd er 5/0 100% konur eins og í leikskólaráði er þetta jafnrétti, en félagsmálin eru fleiri þar sem konur eru í fáránlegum meirihluta, menntaráð 6/1 er líka hlutfallslega undarlegt miðað við 50/50 eða 54/46. Hvað skildu þá karlarnir vera á trénu annarstaðar en á framkvæmdaráði? þeir eru  í Orkuveitunni reykjavíkur, Faxaflóahöfnum 2/3 og Íþróttaráði 1/6..það er nebblega það.

Það  hryggir mig að horfa á þetta tré þar sem hlutföll kynjanna eru jöfn að konurnar hafi ekki stappað niður fótunum og lagað innri hlutföllin í ráðunum. Það er einnig sorglegt að sjá 100% konur í ráðum, konum sem berjast fyrir jafnrétti og gefa sig út fyrir þá skoðun. Þetta var einu sinni á hinn veginn og karlar réðu öllu þess vegna er vont að horfa uppá konur spila illa úrþví sem þær hafa í hendi þegar rétt er gefið.

Áfram stelpur stokkið aðeins upp í þessu  

 

  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Meðaltöl eru aldrei til góðs og segja aldrei satt.  Mér er meinilla við meðaltöl.  Enda eins og þú segir það þarf að skoða innviðina.

krossgata, 18.10.2007 kl. 15:24

2 Smámynd: Fríða Eyland

Skekkjan verður fyrst alvarleg þegar hlutfall atkvæða á bak við hvern og einn er skoðað, framsókn hefur mun minna fylgi á bak við sitt fólk en aðrir. Lýðræðið er virt að vettugi aftur og aftur, sem fer í taugarnar á mér....arrg

Fríða Eyland, 18.10.2007 kl. 16:00

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Athyglisvert, segi nú bara ekki annaðl, hélt við værum komin lengra.

Kristjana Bjarnadóttir, 18.10.2007 kl. 17:32

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það .. er ekki lýðræði á íslandi.. heldur flokksræði og fulltrúaræði...

Bíddu ég er svo mikil ljóska í augnablikinu.... ertu að segja að prósentuhlutvægið jafnist svona og konur virki hærri.. því það eru svona miklu fleirri konur í leikskólaráði ?.....

Brynjar Jóhannsson, 18.10.2007 kl. 18:22

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jafnræði, jafnrétti allt má laga og við konur verðum að hafa metnað það skilar okkur áfram.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 20:18

6 Smámynd: Guðný GG

Fróðlegur pistill , var ekkert búin að spá í þetta enda bý ég ekki í Rvk. Spurning um að leggjast yfir þetta hjá mínum heimabæ .Takk fyrir mig

Guðný GG, 19.10.2007 kl. 08:04

7 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland: Karlarnir eru í peningamaskínunum og konur í velferð af hverju er enginn karl í mannréttindanefnd ? Kannski Sóley femínisti geti útskírt það ? Ég er kona og rauðsokka allt mitt líf og vil jafnrétti alla leið.......

Fríða Eyland, 19.10.2007 kl. 14:23

8 Smámynd: Jens Guð

  Þetta sýnir að við sem erum áhugasöm um virkilegt jafnrétti kynja þurfum að vera vakandi.  Ég er mjög pólitískur.  Er virkur í Frjálslynda flokknum og harðlínu femínisti.  Mér gremst hvernig konur raðast í nefndir sem snúa að leikskólum og þess háttar en karlar í nefndir sem snúa að fiskveiðum.  Við þurfum viðhorf beggja kynja í allar svona nefndir. 

Jens Guð, 19.10.2007 kl. 23:41

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hvernig konur raðast?  Eiga þær ekki sök á því sjálfar? Þær verða að neita! Enginn karl í mannréttindanefnd? Út í hött.

Annars........mjög góður pistill

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.10.2007 kl. 01:39

10 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fríða Eyland, þetta var gott hrós hjá Þér á minni siðu, þótt vænt um það.

Og nú þegar ég les þína síðu sé ég að þú ert skörp og með góða dómgreind. Góð grein.

En hins vegar er ég ekki femínisti en vil þó sem flestir fái að  njóta sín sem best, að fólk sé metið að verðleikum, bæði konur og karlar engin spurning.

Reyndar hef ég líka áhuga á að fangar sem flestir fyrirlíta, fái góða meðhöndlun þannig að þeir, þrátt fyrir "fötlun" sína gætu orðið...einhvers konar þegnar með sæmilega upprétt bak.  

Ég get sagt það hér, vil ekki að það komi fram á heimasíðu minni að ég fór í 20 daga fangelsi í Hegningarhúsinu við skólavörðustíg fyrir 20 árum, sú vist breytti lífi mínu til hins betra þrátta fyrir aðeins 20 daga vist, auk þess kynntist ég nokkrum föngum í ákveðnu starfi sem ég var í. Í fangelsum eru aðeins um 4,5% konur. Ef ég skil femínista rétt ætti markmiðið að jafna þetta hlutfalla sem mest, ekki með því að hvetja konur til glæpa heldur að reyna að draga úr ofbeldi karla en það verður ekki gert meg lok lok lás á allt í stáli stefnu.

En takk fyrir þína skynsemi það vantar svoleiðis fólk.

Benedikt Halldórsson, 20.10.2007 kl. 03:25

11 Smámynd: Fríða Eyland

Ég er ekki femmi ... Ég er Rauðsokka en við krefjumst  jafnrétti kynjanna og gerum enn.

Ek er enn í sjokki eftir DV í dag en þar er svakaleg grein, viðtal við foreldra ungs íslendings sem fyrirfór sér í fangelsi í DK í síðustu viku, hefði skrifað færslu um akkúrat það ( ef ég hefði haft þor og dug) Um að fíklar eru sjúkir og þurfa meðferðir en ekki fangelsi...(hérna er góð færsla um tímabærar hugarfarsbreytingar í fangelsismálum). Einnig tel ég barnaníðinga til sjúklinga, mín skoðun er að þeir eigi heima á hæli, allavega taka geðdeyfilyf undir eftirliti. það er ekki gæfulegt að fyrirlíta annað fólk, lýsir aðeins þroskaleysi að mínu viti, frekar að læra af mistökum sínum og annarra til að halda áfram veginn. Í stað stöðnunar sem birtist til dæmis í trúarbrögðum og fréttaflutningi þó að þær séu ívið lúmskari. 

 

Fríða Eyland, 20.10.2007 kl. 04:50

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir færsluna Fríða! Þetta er athyglisvert að sjá og merkilegt að sjá svona "stereótýpkíska" skiptingu í nefndirnar. Tölfræðin segir ekki allt, auðvitað eiga karlmenn að vera í leikskólaráði og mannréttindaráði og konur í "karlaráðunum" meira en sýnilegt er.

Mér finnst þetta í raun mjög merkilegt að sjá, Takk fyrir þetta!

Sunna Dóra Möller, 20.10.2007 kl. 10:12

13 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hugarfarsbreytingar í fangelsismálum er það sem þarf að koma, alveg sammála Fríða. Gott innlegg hjá þér.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.10.2007 kl. 20:09

14 Smámynd: Jens Guð

  Margrét,  það er góður punktur hjá þér að draga út orðalag mitt um "hvernig konur raðast í nefndir."  Það er ekki bara við karla að sakast í þeim efnum.  Konur taka líka þátt í því að raða í nefndir. 

  Sömuleiðis tek ég undir með þér að "komment" Fríðu um fangeslismál er gott innlegg.  Það þarf alveg sér umræðu um þau mál.  Löngu tímabæra umræðu. 

Jens Guð, 20.10.2007 kl. 23:37

15 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Málíð er að forysta flokkanna og borgarfulltrúar (það er þeir sem raða í nefndir) verða alltaf að hafa jafnréttissjónarmið í huga og tryggja það að sjónarmið beggja kynja njóti sín í öllum nefndum. Þarna hefur það klikkað.

Það er ekki sanngjarnt að kenna einstökum nefndarmönnum um ójafna kynjaskiptingu. Kona sem fær það boð að vera í leikskólanefnd, eða karl sem fær það boð að vera í hafnarstjórn, veit ekki endilega hverjir aðrir verða í nefndinni eða hvernig hinir flokkarnir skipa í nefndina. Þetta er á ábyrgð forystunnar, ekki einstakra nefndarmanna.

Svala Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 20:35

16 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mikið svakalega finnst mér vont að lesa hvítt letur á svörtum grunni, læt frekar heyra frá mér þegar ég er búin að finna gleraugun mín.

Hinsvegar er ég á því að eftir því sem konur fari að stjórna í auknum mæli, þess betra verður það. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.10.2007 kl. 21:50

17 Smámynd: Fríða Eyland

Takk fyrir kæru vinir, Fríðust ég er með þetta í athugun þeas lúkkið.

Fríða Eyland, 23.10.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband