Drög að uppgjöri

Eftir að hafa verið orðlaus lengi eða ölluheldur með fréttaóverdós í langan langan tíma og fylgst með hvernig raknað hefur upp í vefnum og lykkjuföllin orðin óteljandi fannst mér  komin sé tími til útrásr að minni hálfu.

Hrunið hófst formlega 3. 10. 2008 ég hefði gaman af að hafa einhvern stjörnuspeking hérna nálægt en það er önnur saga.

  Í dag 16.06.2009, vaknaði ég úr doðanum. Á umræddu tímabili hafa margar jökulárnar flætt yfir Bakka sína og ormurinn langi lengst með hverjum degi allaf eitraðri í dag en í gær.

Ekki aðeins kalda blóðið og eiturtönn sem sem hryllir heldur sýn ormsins á tilveruna valdið því. Vegvísirinn sem hefur notast undanfarið er siðlaus og ósanngjarn vægast sagt .

Þrælslund Íslendinga er risakraftur sem erfitt hefur reynst að hemja, spurning um álög hugsa ég stundum, fyllist ég þá vonleysi og síþreyta hellist yfir mig, æ-sí vonleysisþreytan er að rjátla af mér..

Núna er vitleysan orðin svo mikil að ég verð aðeins að láta rjúka úr mer. Í skjóli þess að við erum agndofa, orðlaus er hægt að láta okkur borga fyrir ævintýri útrásarvíkinganna og ekki er hægt að láta sömu menn bera ábyrgðir á miljarðalánum sem þeir veittu sjáfum sér úr almannahlutafélögum, hæ.

Að mínu viti kemur ekki það til greina að eftir 10% launaskerðingu, óðaverðbólgu og frystingu lána minna að ég samþykki að borga fyrir þá, sem liggja enn eins og ormar á gulli og leggjast í ánauð sem hvergi þekkist nema i fornsögum, þar sem blóðið spýttist í allar áttir.

Stjórnmálamennirnir okkar eiga að bera ábyrg og standa með þeim skoðunum sem þeir hafa fyrir kosningar, annað er ekkert annað en fals sem ekki á að líðast, auðvitað ættu flokkarnir sjálfir að sjá sóma sinn í að reka þá sem skipta um grundvallar sjónarmið auglýsinganna.

Á þessum atriði hefur verið misbrestur alla mína tíð svo mikill að oft hefur reiðin hríslast um mig og valdið eldgosum og skjálftum kröftugum. Í mínum huga er flokkakerfið á skerinu ekkert annað en ungar ormsins, iðandi i hreiðrinu. Allavega tel ég augljóst að alþingismenn stjórna ekki landinu og þeir þvímiður eru ekki teknir til ábyrgðar svika sinna eins og gerist á almennum vinnumarkaði. Stjórnmálamenn sem samþykkja lög og skuldbindingar fyrir okkur öll sem þeir sjálfir töluðu gegn í kosningabaráttunni sökka og ekki bara það, þeir eru gungur, svikarar.

Nú þegar ljóst er að landráðamenn hafa ennþá tögl og haldi á landinu fagra vil ég hreinlega sjá allsherjarverkfall, já ALLSHERJARVERKFALL bara algert stopp þar til að þeir sem ráða verða hræddir um vinsældir og álagastyrkinn? Ég meina þetta, heimta að stokkað verði upp á nýtt og gefið aftur, neita að eina leiðin sé að skipta um bleyjur og púðra bossa svikarana.

Síðustu daga hafa löglærðir dúkkað upp með dæmin um að ekki sé hægt að gera kröfur á að afturkalla hitt og þetta vegna þess að farið var að lögum sem samþykkt hafa verið á alþingi, ekki þeirra að dæma um siðleysi. Komon og hvað eru lög nema leikreglur sem sama starfstétt býr til fyrir þingmenn og veita þeim ráðleggingar um framkvæmd. Greinilega hefur glufu og sprunguleikfimi verið aðalsmerki i þessum leikreglugjörningum og markmiðið að ræna sem mestu á sem styttustum tíma.

Ég kalla þetta landráð sem er glæpur gegn mér og mínum og öllum hinum, það má alveg kæra mig fyrir þessi stóru orð og láta hina umdeildu Íslensku rétti sjá um að dæma mig bæði héraðs og hæðsata, hefði jafnvel lúmskt gaman af því hvaða eiturgufur kæmu uppúr þeim borholum. Í raun vil ég kæra alla þá sem eru á bak við landráðin, alþingismenn og ráðgjafa þeirra, sanngjarnan dóm og ógildingu laga aftur í tíman. Svo virðist vera að einaleiðin í stöðunni sé að tína alla parta ormsins fram og kæra fyrir öðrum dómstólum en hæðsta og héraðs enda eins og áður sagði eru afar umdeildir.

Dásamlegt veður í dag, Kveðja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Það hefur því miður ekkert breyst við þessar svokölluðu kosningar..Er fólk ekki yfirleitt kosið vegna málefnanna sem þeir ætla nú að laga en ekki gera verra en var...En það hefði sennilega þurft að sótthreinsa alla ráðherrastólana vel og vandlega áður en sest var í þá..sama skítafýlan virðist allavega vera í loftinu á Alþingi sem áður var...

Já það er sko með sanni sagt að þrælslundin sé okkar Íslendinga aðalsmerki í dag...sem sé írska þrælablóðið er greinilega lífseigarar en blóð víkinganna..meira að segja útrásar víkinganna svokölluðu...

En það verður kanski eitthvað annað blóð sem mun renna að lokum ef svona heldur áfram.. það verður sko blóð þeir fátækari...engin hætta að blæði úr öðrum..það er sennilega þá bara ísvatn sem rennur í þeirra æðum...kaldlyndið er allavega nóg...

Agný, 16.6.2009 kl. 14:56

2 identicon

Heilar og sælar; báðar - Fríða og Agný !

Punkturinn; með ísvatnið, hittir beint í mark, hjá Agnýu, sem annað.

Þú varst; ögn fyrri til, að hvetja til allsherjar verkfalls, Fríða, og þakka þér fyrir, að taka það ómak, af mér.

Það mun sjóða upp úr, kæru spjallvinkonur - það mun gera það. Ég sé; á eftir  hverjum fjölskyldu meðlima minna, á fætur öðrum úr landi, þessa dagana, svo sem, og dæmin þekkið þið, án vafa, ykkar megin frá.

Með; hinum beztu kveðjum, sem æfinlegast /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 16:58

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stjórnmálamenn okkar eru einfaldlega heimskir og embættismannakerfið spillt og vanburða.

Árni Gunnarsson, 16.6.2009 kl. 22:16

4 Smámynd: Anna

Ég er enn orðlaus. Þeir eru búnir að eyðileggja orðstír landsins. Auðmenn landsins með græðgi sinni og Gordon Brown.

Anna , 18.6.2009 kl. 15:05

5 Smámynd: Anna

Geir og Davið Oddsson sofandi sauðir.

Fjármálaeftirlitið fannst bankastarfsemin OKEY.

Á meðan bankaeigendur fengun að leika lausum hala og búna til sínar eigin leikreglur.

Algjört stjórnleysi. 

Anna , 18.6.2009 kl. 15:11

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ungar ormsins iðandi í hreiðrinu........... Ég held að ég hafi ekki lesið svona myndræna og góða lýsingu á uppalningum flokkanna áður.

Ég er sammála þér með að þingmenn eru bara handbendi ráðherra og flokka enn í dag því miður.  En baráttunni er ekki lokið.  Það eru innanum manneskjur sem eru ekki flokkstuskur.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 22:45

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér finnst þetta allt svo sorglegt að ég get ekki tjáð mig.

Annars hvar ert þú? Ert þú flutt af landi brott?

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband