Þessi frétt um Jón Sverri Bragason "Nonna " birtist hvergi nema á mbl.is hálfum mánuði síðar

bilde_870069.jpgHéraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á sextugsaldri,

Jón Sverri Bragason, í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn þroskaskertum ungum pilti. Hann var einnig dæmdur til að greiða piltinum 1,5 milljón króna í miskabætur. Brotin áttu sér stað þegar pilturinn var þrettán til fimmtán ára. Jón Sverrir sem er með lögheimili í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafði í mörg skipti munnmök við piltinn og fékk hann fjórum eða fimm sinnum til að hafa við sig endaþarmsmök. Sannað þótti að hann hafi tælt piltinn til kynmakanna með því að notfæra sér þroskaskerðingu hans og tölvufíkn. Oftast greiddi hann fyrir kynmökin með tölvuleikjum eða peningum. Málið komst upp þegar móðir piltsins var vör við að hann fór óvænt að heiman frá sér eftir kvöldmat og sagðist ætla í gönguferð. Henni þótti grunsamlegt að hann færi í slíkar gönguferðir og fékk á tilfinninguna að ekki væri allt með felldu. Hún fékk grun sinn staðfestan þegar hún skoðaði tölvu piltsins. Þar voru vistuð samskipti hans við Jón Sverri, sem kallaði sig Nonna, þar sem þeir mæltu sér mót. Kom fram í samskiptum þeirra, að pilturinn fengi fimm þúsund krónur ef hann hefði endaþarmsmök við Nonna. Jón Sverrir kannaðist við að hafa ætlað að hitta piltinn og einnig að þeir hefðu áður hist. Hann sagði hins vegar ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað þeirra í milli. Hafi þeir setið saman í nokkrar mínútur, keyrt stutta stund og að lokum fékk pilturinn tölvuleik sem Jón Sverrir keypti á ferðum sínum erlendis. Fjölskipaður héraðsdómur taldi hafið yfir skynsamlegan vafa, s.s. með tilliti til samskipta mannsins og piltsins í gegnum samskiptaforrit, að Jón Sverrir hafi brotið kynferðislega gegn piltinum. Brot hans hafi verið alvarleg og beinst að ungum, þroskaskertum pilt með áráttukennda hegðun. Jón Sverrir var einnig talinn hafa sýnt styrkan og einbeittan brotavilja við framkvæmd brotanna.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ég get aldrei skilið hvað fær menn til að níðast svona á börnum.  Ég get heldur ekki skilið af hverju dómskerfið virðist helst vilja loka bæði augum og eyrum fyrir þeim málum sem koma upp.  Ég verð líka að segja að mér finnst stórundarlegt að fréttaflutningur sé með þeim hætti sem þú segir.

Að lokum finnst mér miður að bloggin þín komi ekki lengur fram á forsíðu blog.is af því þú kýst að nota ekki eða birta ekki fullt nafn.  En við sem kjósum (oft af gildum ástæðum) að koma fram með þeim hætti erum náttúrulega óalandi og óferjandi óþjóðalýður sem ekki kann sig í orði eða æði... svo það er kannski skiljanlegt.  Það getur þá ekki verið merkilegt sem við ætlum að koma á framfæri er það?

krossgata, 26.6.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Halldóra Traustadóttir

Þetta er afar ógeðfellt svo ekki sé meira sagt.  Tek undir allt sem "ummælendur" hér að ofan hafa sagt.

Halldóra Traustadóttir, 26.6.2009 kl. 16:34

3 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Ég styð þig heilshugar í þinni baráttu. Vonandi geturðu fengið að taka málið upp í ljósi þessa dóms sem fallinn er og fengið eitthvert réttlæti í málinu.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 26.6.2009 kl. 18:19

4 identicon

Þetta er ógeðfellt mál sem þarf að fá meiri og dýpri umfjöllun. Af hverju var ekki minnst á það í dómum að hann hafi verið kærður áður? Hvað segja forsvarsmenn Þróttara? Hvernig munu íþróttafélög bregðast við svona mál í framtíðinni?

Styð ykkur fullkomlega

Edda Ýr Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Bara Steini

Afhverju og hversvegna er hylmt yfir með þessum skrýmslum....

Hvað er verið að fela i þessu dæmi.....

Hvar eru svokallaðir dómstólar...

Afhverju er ekkert gert fyrir drengi sem lenda i misnotkun....

Bara Steini, 26.6.2009 kl. 19:22

6 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég vona að þessi "maður" ómenska skepna fái allt margfalt borgað til baka sem hann hefur brotið gegn börnunum. Dómskerfið okkar er því miður piprað af mönnum sem hylma yfir barnaperrum og ofbeldismönnum, jafnvel dæma menn sem eru bersýnilega stórhættulegir þjóðfélaginu í 1 mánuð skilorðsbundið og 150.000kr sekt fyrir að eyðileggja líf annarrar manneskju (amk. í langan tíma). Síðan þykir fjölmiðlum okkar fréttnæmt að löggan handtaki dópista en þegja þegar svona mun alvarlegri mál eru tekin fyrir.  NÚNA HÖFUM VIÐ ALMENNINGUR FENGIÐ NÓG!!!!  Þið hafið allan minn stuðning og kominn tími til að flétta ofan af sadistunum.

Alfreð Símonarson, 26.6.2009 kl. 22:54

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ómennið mun sko ekki eiga sjö dagana sæla í fangelsinu. svona menn fá óblíðar móttökur hjá samföngum sínum hef ég heyrt.

Brjánn Guðjónsson, 27.6.2009 kl. 03:58

8 Smámynd: Aprílrós

Þetta er hreinn viðbjóður.

Aprílrós, 27.6.2009 kl. 07:56

9 Smámynd: Fríða Eyland

Já Pétur, algjört

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 09:48

10 Smámynd: Fríða Eyland

Krossgata, mikið er ég sammála þér, þetta er allt stórundarlegt bæði fréttaskortur og yfirvaldið.

Moggabloggið dregur fólk í dilka, ég er skráð inn með kennitölu og alles 

Kveðja 

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 09:56

11 Smámynd: Fríða Eyland

Halldóra og Victoria, takk fyrir stuðninginn.

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 10:00

12 Smámynd: Fríða Eyland

Þetta er ógeðfellt mál sem þarf að fá meiri og dýpri umfjöllun. Af hverju var ekki minnst á það í dómum að hann hafi verið kærður áður? Hvað segja forsvarsmenn Þróttara? Hvernig munu íþróttafélög bregðast við svona mál í framtíðinni? Styð ykkur fullkomlega

Svo sannarlega er þetta mál ógeðfellt Edda, skil ekki af hverju þetta mál fór  framhjá fréttstofunni Okkar allra RUV. Eins og Elín hirst hefur fjallað mikið um neteinelti undanfarið  

Þannig er að sami einstaklingur hjá embætti saksóknara var með bæði málin, þetta hryllilega mál og kæruna frá okkur.

Það virðist sem að hún hafi ekki áttað sig á að þarna var sami einstaklingur á ferð. 

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 10:12

13 Smámynd: Fríða Eyland

Bara Steini skil þig af hverju endalaust, mér sýnist hann Alfreð svara mörgum þessa áleitnu spurninga.

Bestu kveðjur

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 10:18

14 Smámynd: Fríða Eyland

Já Alfreð það þarf að fletta ofanaf sadistunum.

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 10:25

15 Smámynd: Fríða Eyland

Brjánn, það er kannski ekki skrítið, að þeir séu teknir fyrir. Það er í heilbrigðri mannskepnu eðli að vernda ungviði þetta eðli er geymt í hjartanu á okkur flestum, þess vegna geta samfangar ekki þolað nærveru þeirra og ekki lái ég þeim það ekki. Stundum bera tilfinningar hjartans okkur ofurliði.

Ætli hann sé komin bak við lás og slá ?

Kannski sleppur hann úr landi ? Jafnvel farinn ?

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 10:59

16 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Hvers vegna lét saksóknari eiginlega málið niður falla á sínum tíma? Sönnunarskortur?

Ég skil þetta bara ekki.

gerður rósa gunnarsdóttir, 27.6.2009 kl. 16:49

17 Smámynd: Fríða Eyland

Góð spurning Gerður. Orð gegn orði, lögreglan talaði ekkert við vitni sem ég benti á að gætu sannað lygamaníuna í JSB.

Hann hafði til dæmis eftir mér orð sem ég átti við strákinn "það er alltaf sama sagan með þig drengur þú getur aldrei gist nokkurstaðar" Heyrði hann mig seigja í gegn um þrár hurðir. 

Strákurinn var sofandi í fimm kílómetra fjarlægð það gátu húsráðendur staðfest, lögreglan stoppaði mig á leiðinni vegna þess hvað ég ók hægt (sömu og tóku skýrslu klukkustund áður) þau vita að ég var ein í bílnum, einnig kona sem var á næturvakt á mótinu í skólanum hún kom og talaði við mig. 

Það veru fleiri atriði sem hann laug um og vitni gátu sannað en eins og áður sagði var ekki talað við neitt þeirra.

þegar málið fór til saksóknara skrifaði ég athugasemd um þessi vinnubrögð lögreglunnar en saksóknari sé sami og í nýja málinu sá enga ástæðu til að kalla þau til. Heldur tók þá stefnu að yfirheyra nokkra af strákunum sem voru sofandi þegar atburðirnir áttu sér stað.

Ég á bágt með að trúa því að saksónarinn hafi ekki áttað sig á að um sama mann væri að ræða, það var stutt á milli málanna og það eru umþað bil tuttugu íslendingar með lögheimili í sameinuðu arabísku furstadæmunu.

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 17:52

18 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta er skelfilegt mál. Sendi ykkur mæðginum baráttukveðjur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.6.2009 kl. 18:12

19 Smámynd: Fríða Eyland

Þakka þér H.H.

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 18:20

20 Smámynd: Fríða Eyland

Já ég veit, vil sjá frétt um þannan dóm í sjónvarpinu.

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 19:29

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég sendi þér og þínum baráttukveðjur og samúð. þessi frétt hefur gjörsamlega farið fram hjá mér og er ég hálfgerður fíkill á blöð og ljósvakamiðla.

Var þessi maður í vinnu með börn hjá íþróttafélagi? Þetta minnir á margt um afneitun kirkjunnar á sína menn - Ætli íþróttafélögin séu ekki í sömu súpu?

Hefur þú verið í sambandi við fjölskyldu þessa drengs sem hann misnotaði svona grimmdarlega?

Þessi maður er meir en stórhættulegur.

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2009 kl. 08:16

22 Smámynd: Fríða Eyland

Edda kærar þakkir. Ég held að þessi frétt hafi farið framhjá langflestum.

Hjá klúbbnum var haldin neyðarfundur þann 24. ekki þann 10. sem hefði verið nær lagi. Skil ekki af hverju hann var enn að dæma fyrir klúbbinn núna í júní. Getur verið ekki hafi verið haft samband við neinn allan þennan tíma? Það að saksóknari hafi ekki áttað sig á að um sama einstakling er að ræða er nú líka ekki fagmannlegt. Greinilegt er að sambandsleysi er mikið hjá yfirvöldum og skráningin skrítinn milli undir og yfirmanna, það er heill her að fólki í kring um svona mál og þau taka tíma. það er talað um flýtimeðferð og maður trúir því að satt sé að eitt og hálft ár sé hraðameðferð. Það er langur tím fyrir barn að bíða eftir úrskurði um að hann hafi ekki búið til ljóta sögu um góðan mann, vinsæll hjá öllum hinum strákunum í liðinu. Alltaf með strákunum fyrir mótið, bjó til aukaæfingar sem voru alla virka daga þegar ekki voru æfingar, æfingadaga stóð hann við hlið þjálfara og var svona aðstoðar í huga drengsins.

Á sínum æfingum verðlaunaði Nonni strákana með prinspóló fyrir skoruð mörk, drengurinn þá 11 ára var ánægður með það enda skotdjarfur framherji og hittinn. Suma daga bauð Nonni upp á sundferðir, Nonni vildi bara fari í árbæjarlaugina, Nonni fór með allt liðið á stóra sjömanna jeppanum sýnum, strákarnir komust allir fyrir þó þeir væru stundum of margir. Ef að uppástungur um að fara í laugardalinn þar sem þeir voru jú staddir í laugardal, blés Nonni á það og sagði að laugardagslaug væri leiðinleg laug. 

Fríða Eyland, 28.6.2009 kl. 10:01

23 Smámynd: Fríða Eyland

Drengurinn og hanns fjölskylda veit ég ekki hver eru, þau eiga alla mína samúð. Í mínum augum eru þau hetjur, sem mig langar að faðma fast.

Fríða Eyland, 28.6.2009 kl. 14:46

24 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er eitthvað furðulegt í gangi ef fjölmiðlar fjalla ekki um svona mál. Mér þykir allavega ekki furðulegt að álikta að sé verið að hlífa einhverjum með óeðlilegum hætti .. því barnaníð ættu samkvæmt öllu eðlilegu að vera hátt um töluð í þessu samfélagi. Ég þoli ekki svona og verð bálillur að fjölmiðlar bregðist hlutverki sínu ítrekað sem er og verður að 1) ... að vera upplýsandi 3.) að vera öryggisventill...

Það þarf að halda þessum umræðum gangandi til þess að það finnast lausnir á þessum málum til langframa en það er langt í það.. verr og miður. Síðasti barnaníðungurinn er líkega ekki enn fæddur.   

Brynjar Jóhannsson, 28.6.2009 kl. 20:47

25 Smámynd: Fríða Eyland

Brilli, ég er hjartanlega sammála þér 

Fríða Eyland, 28.6.2009 kl. 21:04

26 Smámynd: Fríða Eyland

5. aflið, það þarf svo sannarlega að útskýra af hverju sumir komast upp með það sem er ekkert annað en þjófnaður í augum flestra og trúlega laganna einnig. Það eru margar silkihúfur sem tengjast lakkrísmálinu ég held að það sé ástæðan, hinn Íslenski aðall valtar yfir borgarana.

Eru þá bara alþjóðadómstólar eftir í stöðunni hjá þér ?

Fríða Eyland, 28.6.2009 kl. 21:39

27 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst mestu máli skipti varðandi barnaníðinga að þeir framkvæmi ekki þennan gjörning aftur. Refsivistin ein og sér er því ekki nægjanleg heldur verður að vera einhverkonar meðferð sem upprætir gerandan... "ég er ekki að tala um einhverja elsku mamma meðferð heldur ströng meðferð sem hjálpar þessum mönnum að taka afleiðingum gjörða sinna"

Hvernig það nákvæmlega gerist get ég ekki dæmt um en trúi ekki öðru að það hljóti að vera til einhverjar sálfræðilegar leiðir eða sá möguleiki að hafa menn sem eru líklegir til slíkra gjörða undir einhvers konar geðdeildarvörslu að lokinni fangelsisvist..

Brynjar Jóhannsson, 29.6.2009 kl. 05:01

28 Smámynd: Fríða Eyland

Akkúrat Brynjar.

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 07:47

29 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég skil ekki af hverju ég veit ekkert um þetta mál. Er að heyra fyrst núna af þessu og kem alveg af fjöllum

Handónýtir fjölmiðlar í þessu landi

Heiða B. Heiðars, 29.6.2009 kl. 10:44

30 Smámynd: Anna

10 ár hefði verið sæmandi. Anskotans perrar. Má ég kannski ekki blóta á blogginu.

Anna , 29.6.2009 kl. 12:07

31 Smámynd: Fríða Eyland

Það er ekkert skrítið Heiða, þetta hefur farið afar leynt.

Það er aftur spurning hvaða ástæður liggja að baki hjá til dæmis RÚV

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 12:10

32 Smámynd: Fríða Eyland

Ég hef sent RÚV fyrirspurn en þeir svara mér ekki.

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 12:12

33 Smámynd: Fríða Eyland

Anna þú mátt alveg blóta mín vegna, skil vel að fólk blóti þegar þessi mál koma upp.

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 12:13

34 Smámynd: Anna

Segju mer, eru ekki mannlausar eyjar við Breiðafjörð. Er ekki hægt að byggja fangelsi þar. Fyrir þessa menn sem eru ekki hæfir innanum börn. Koma þessum mönnu sem lengst frá samfélagi. Þeir geta bara perrast saman á eyðieyju.

Anna , 29.6.2009 kl. 12:21

35 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér hefur alltaf verið óskiljanleg tillitssemi okkar samfélags í garð þessara kvikinda. Ég er öðru jöfnu andvígur fordómafullri umræðu en í tilvikum brota gegn börnum vil ég sjá umræðu sem brennimerkir þessi kvikindi svo þeir þekkist hvar sem þeir sjást á almannafæri.

Ef samfélagið hefur ekki úrræði til að vista sjúklinga sem eru samfélaginu háskalegir þarf samfélagið að fá tækifæri til að vara sig á þeim.

Árni Gunnarsson, 29.6.2009 kl. 12:23

36 Smámynd: Fríða Eyland

Þú seigir nokkuð Anna Björg, allavega verður að losa okkur við þá svo mikið er víst.

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 14:08

37 Smámynd: Fríða Eyland

Sæll og blessaður Árni, mikið er ég sammála þér, RÚV hlífir ekki öllum barnaníðingum bara sumum, af hverju er ekki varað við þessum hættulega manni ?

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 14:13

38 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þið eigið allan minn stuðning og samúð en mér finnst líka mikilvægt að velta fyrir sér ritstjórninni á blogginu. Seðlabankastarfsmaðurinn sem réðst á mótmælendur við austurvöll virðist td. hafa þannig ítök á mbl að ekki mátti blogga við fréttir af athæfi hans. Fullt af bloggurum virðast vera vinsælli en aðrir hjá ritstjórn mbl og fer það ekki eftir innlitum nema að einhverju leiti.

Ef að það er staðreynd að „óæskilegum“ bloggurum sé haldið frá að vekja athygli á því sem þeir hafa að segja er það líka grafalvarlegt mál alveg eins og meðferðin á kæru ykkar mæðgna.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.6.2009 kl. 14:25

39 Smámynd: Fríða Eyland

Stundum held ég að við fjölskyldan séum brennimerk eða stimpluð í kerfinu. Sem dæmi get ég sagt frá því að þegar saksóknari lét þetta mál falla niður fór ég á skrifstofu saksóknar og bað um gögn málsins, mér var neitað og sagt að ég gæti skoðað gögnin með lögfræðingi hjá þeim.

Ég lét lögfræðinginn vita og hann sagðist aldrei hafa heyrt annað eins ég ætti að fá afhent gögn málsins ég fór því aftur með upptökutæki. Ýtti á upptökutakkann og hringdi bjöllunni, þegar inn var komið bað ég um gögnin og var aftur neitað ég sagði að ég ætti rétt á þessum pappírum en hún hélt nú ekki. Þá sagði ég henni að ég væri að taka samtalið upp, það komu vöfflur á hana og hún muldraði augnablik og gögnin fékk ég eftir langa mæðu.

Ég á þessar upptökur ennþá.

Ég er enn að bíða eftir gögnum frá lögreglunni sem ég bað um skriflega      ( fékk aðstoð lögfræðings hjá persónuvernd við ritun bréfsins) í nóvember 2008 núna átta mánuðum síðar hef ég ekki fengið neitt afhent.

En lögreglan sendi mér tölvupóst fyrir þrem vikum

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 15:15

40 Smámynd: Fríða Eyland

 En lögreglan sendi mér tölvupóst fyrir þrem vikum, svohljóðandi

 Gögnin eru til stataðar, reyndar hef ég ekki fundið neitt eldra en frá 1993, en læt athuga hvað er til frá 1990.

Það er enn ósvarað spurningunni um til hvers á að nota gögni.  Það er enginn vafi á því að þú átt allan rétt á að skoða gögnin en til að fá afrit af þeim í hendur þarftu að upplýsa um væntanlega notkun þeirra.

Það er erfitt að átta sig á hvað maðurinn meinar hérna ég á rétt en þarf að upplýsa RLR um notkun !

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 15:19

41 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já einhverja þekkir þessi maður sem hafa áhrif ekki ber á öðru.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.6.2009 kl. 16:21

42 Smámynd: Fríða Eyland

Akkúrat Ævar, en að ríkisstofnanir hika ekki við að neita manni um gögn í langan tíma er grafalvarlegt útaf fyrir sig.

Að RÚV sagði ekki fréttir af þessu máli er hneyksli, þetta er með lengstu dómum í þessum málflokki og ekki bofs í fréttum.

Það er greinilegt að ekki er sama Jón og Jón Sverrir Bragason hjá RÚV sjá dæmi:

  http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item287407/ 

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item286219/

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 16:45

43 identicon

Það er gjörsamlega óþolandi að börn og unglingar skuli mæta svona framkomu af hálfu því kerfi sem ætlað er að þjóna samfélaginu og verja almenna borgara, eins og þið hafið fengið að reyna. Ég er fegin að þessi maður skuli loks afhjúpaður en finn til hryllings yfir því hve mikið þurfti til.

Svona menn eiga ekki að ganga lausir.

Kolgríma (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 18:38

44 Smámynd: Fríða Eyland

Takk Kolgríma mín fyrir stuðninginn við okkur, gott að eiga góða að.

Það er pottur brotinn í samfélaginu ekki bara að sumir komast upp með allt heldur virðist vera grænt ljós á að kvelja aðra, þannig upplifi ég að minnsta kosti framkomuna við mig og mína.

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 19:12

45 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ljós og kærleikur til ykkar Fríða mín

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.6.2009 kl. 23:16

46 Smámynd: Fríða Eyland

Takk Ragnhildur

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 23:32

47 identicon

Sendi ykkur hlýjar kveðjur. Ég er öskureið yfir því hvernig allt kerfið hefur brugðist, ekki síst fótboltafélagið. Ég fagna því samt að þessi perri hafi verið dæmdur út af öðru máli. Ég sá fyrst um þetta mál í DV í dag og við erum öll hér á heimilinu miður okkar. Við vorum á Akureyri á þessu móti með okkar son í sama félagi en í öðru liði og þinn og heyrðum af því morguninn eftir, að þinn sonur hafi hlaupið í burtu. Það var afgreitt sem óþekkt í honum - og við trúðum því.  Verst finnst mér að ekkert hafi verið gert þá og að þetta mannógeð hafi verið þarna áfram. Minn sonur var um tíma á þessum "aukaæfingum" og ég vildi að ég hefði vitað þá það sem ég veit núna í dag. Ég er mjög undrandi á lítilli fjölmiðlaumfjöllun um þetta mál en þú ert að standa þig eins og hetja. Gangi ykkur ótrúlega vel.

kv. Anna Margrét Ólafsdóttir

Anna Margrét Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 22:36

48 identicon

Takk fyrir stuðninginn Fríða Eyland , og allir :)

Ónafngreindur (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 22:15

49 identicon

Sæl,
veit ekki hvar ég get fundið netfang hjá þér Fríða.
En ég skulda þér og syni þínum afsökunarbeiðni.
Ég var þjálfari í þessari ferð og svaf í herberginu þessa nótt og var einn af þeim sem að trúðu ykkur ekki.

En ég biðst innilegrar afsökunar á þessu, ég veit ekki hvort það breytir einhverju fyrir ykkur.
Og ég vona einnig að þið hafið fengið afsökunarbeiðni frá Íþróttafélaginu.

ÓJG (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 13:48

50 Smámynd: Anna

Sæl, það er ekki hægt að neita þer um gögnin og það skiptir eingu máli í hvessvegna þú viljir þau.

Finndu á netinu.

Upplýsinga lög.

Þú hefur rétt á að fá öll gögn.

Talaðu við umboðsmann alþingis ef lögreglan neitar.

Anna , 12.7.2009 kl. 21:54

51 Smámynd: Anna

Sæl, http://www.registeredoffenderslist.org/child-molester/?engine=adwords!3475&keyword=(pedophiles)&match_type=&gclid=CNHNo53q0JsCFRBM5QodoX-lLg

Skoðaðu þetta. Opnar upplýsingar um perra og kynferðisglæpamanna í Bandaríkjunum. Myndir,nöfn og hvar þeir búa.

Hvessvegna er ekki slík síða með slíkum upplýsingum fyrir almenning á Íslandi.

Anna , 12.7.2009 kl. 22:48

52 Smámynd: Fríða Eyland

Ónafngreindur og ÓJG

Netfangið mitt er fridaeyland@gmail.com

Fríða Eyland, 17.7.2009 kl. 20:44

53 Smámynd: Jens Guð

  Það er mjög stutt síðan farið var að sinna barnaníðingsmálum á Íslandi (og reyndar erlendis líka).  Það var eiginlega ekki fyrr en eftir að samtök á borð við Stígamót og Aflið hófu starfsemi.  Enn er rosaleg tregða í embættismannakerfinu,  þar á meðal hjá dómstólum,  að taka á svona málum. 

  Ég kann ekki tölur en mjög fá barnaníðingsmál sem koma upp leiða til kæru.  Mjög fá mál sem leiða til kæru enda með sakfellingu barnaníðingsins.

  Það eru varla nema 2 - 3 ár síðan lagt var fram á alþingi frumvarp sem afnam fyrningu á kynferðisbrotum gegn börnum.  Núverandi formaður Sjálfsstæðisflokksins,  Bjarni Benediktsson,  barðist á hæl og hnakka gegn þessu frumvarpi.  Hann taldi bráðnauðsynlegt að ekki væri verið að elta barnaníðinga uppi eftir að börnin sem þeir hafa nýðst á eru orðin nægilega fullorðin til að kæra þá.

  Almenningur hefur einnig sterka tilhneigingu til að slá skjaldborg um barnaníðinginn.  Einkum ef um þekkta persónu er að ræða,  íþróttaþjálfara,  kennara,  poppstjörnu og þess háttar.  Nægir að rifja upp þegar DV upplýsti um barnaníð einhents kennara á Vestfjörðum.  Það greip um sig svo mikil múgsefjun að DV varð að hætta útgáfu tímabundið.

  Nýverið skrifaði ég færslu um fráfall Michaels Jacksonar.  Þar vakti ég athygli á að ekki mætti gleymast í hallelújahrópum um þann furðufugl að hann hafi verið margkærður fyrir barnaníð.  Ég fékk yfir mig 200 skammir eða svo.  Meira að segja nafngreindur gamall krimmi,  Halldór Carlsson þjófur og ávísanafalsari,   sagði bloggfærslu mína vera mestu lágkúru sem hann hafi kynnst.  Annað eftir því.

www.stigamot.is

www.aflidak.is

Jens Guð, 18.7.2009 kl. 22:08

54 Smámynd: Anna

Nafgreindur vil ég nefna Axel B Björnson. Gengur einnig undir nafni Axel Haralds. Perri sem ég kærði.

Anna , 22.7.2009 kl. 10:16

55 Smámynd: Anna

Frásögn barna eru ekki tekin trúanleg.

Trúverðuleika barns er gert að engu. Yfirleit geta börn valla lýst hvað skeði með orðum því þau þekkja ekki orðin til þess að lýsa hvað barnaniðingurinn gerði. Fer vitanlega eftir aldur barns og þroska. Svo eru börn sem geta ekkert sagt. Börn sem fara niður í depurð og þunglindi og sjálfeyðingarhugleiðingu.

Saksóknari er að fella niður flest kærumál sem vara börn.

Vitalega eru enginn vitni. Þannig vinna þessi menn. Ekki eru þeir að káva á börnum fyrir framan aðra. Það segjir sig nú sjált.

Ég vil benda á Samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi Barnsins.  UNICEF:

www.unicef.is

Anna , 24.7.2009 kl. 20:21

56 Smámynd: Anna

Grein í Morgunblaðinu. Laugardagur 27 maí 1989. Kynferislegt ofbeli gegn börnum. 

Hvessu lang höfum við miðað síðan þá. Her segir hann meðal annars.

Guðrún Jónsdóttir félagsfræðingur á sér þá framtíðarsýn að sett verðiá laggirnar mikil ráðgjafaþjónusta sem væri fyrir konur og í höndum kvenna. En kynin eiga að taka höndum saman því vandinn er þeirra beggja. Ráðgjafar og meðferðarstöð ætti að sameina fræðilega sérþekkingu fagfólks og lífreynslu þolendur af báðum kynjum. það má ekki gleyma neinum börnum sem sæta þessum hörmungum. þess vegna er nauðsynlegt að viðurkenna að þau koma líka yfir drengi sem síður verða fullornir menn. Og þeir sem lengra eru komnir ættu að styðja og hvetja þá sem skemmra eru á vegi. Konur hafa sýnt frábært hugrekki með því að ríða á vaðið með stofnun vinnuhóps gegn sifjaspellum.

En karlar eiga að ýmsu leyti enn erfiðara með að gefa sig fram, þó nokkrir hafi reyndar gert það. Því veldur m.a. fáranleg karlímynd þeirra menningar sem við búum við. En það er heldur ekki gert ráð fyrir því að þeir geti lent í svona ósköpum. Þess vegna er varla að undra þó þeir feli sig. En mikið væri yndislegt ef konurnar, sem reynsluna hafa styddu þá fyrstu skrefin til að stofna eigin samhjálparhópa.

Þá er ekki síður mikilvægt að breyta því grimmilega viðhorfi til þolenda kynferðislegs gerræðis sem Gunnar Sandholt lýsir í sjónvarðinu. Að þeim verði ekki hafnað og sekir fundnir. En þeir sem ofbeldið drýgja standi með pálmann í höndunum. Þegar sú hugarfarsbreytin er orðin getur við talist sæmilega siðað þjóðfélag. Sigurður Þór Guðjónsson.

Einnig er hann með blogg.

Það tók Breiðavíkurdrengina 40 ár að koma fram og tjá sig um lífsreynslu sína sem var síðan gert opinbert. 

Anna , 25.7.2009 kl. 15:23

57 identicon

því miður hefur lítið miðað í klíkulandinu Íslandi, einhverstaðar pottur brotinn í valdamiklum stöðum það er það eina sem getur verið valdandi þess, að huliðshjálma fá þeir margir hverjir sem misbjóða börnum landsins

Frida Eyland (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband