XXXAids, alnæmi, eyðni

Hvað sem maður kýs að kalla sjúkdóminn sem dagurinn í dag er tileinkaður, til að minna okkur á og minna á forvarnir.... sjúkdómur sem ógnar mannkyni og er alvarlegur sem þessi skal hljóta kynningu, hvers vegna nota ungir íslendingar æ sjaldnar smokka í skyndikynna-mökum er eitthvað sem ég vil benda á og koma til skila hér í bloggheimum í tilefni dagsins Ballett   Frá EU  

 

 


mbl.is SÞ telja að um 33 milljónir manna séu smitaðir af HIV-veirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

mbl.is | 01.12.2005 | 08:14Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag en rúmar 39 milljónir manna eru smitaðar HIV-veirunni, sem veldur alnæmi, í heiminum nú. Tveir af hverjum þremur HIV-smituðum býr í löndunum suður af Sahara eyðimörkinni í Afríku. Hefur sjúkdómurinn breiðst hraðar út meðal kvenna þar en karla. Konur eru nú tæpur helmingur smitaðra í heiminum. Alnæmi varð rúmum þremur milljónum manna að bana í fyrra en veiran breiðist nú hraðar út í Austur-Asíu, Austur-Evrópu og mið-Asíu en öðrum svæðum heimsins.

Þúsundir Indverja komu saman á fjöldafundi í dag í norðaustur-Indlandi í tilefni af deginum. Meðal þeirra var Jahnabi Goswami, fyrsta manneskjan í norðaustur-Indlandi til þess að viðurkenna að hún væri smituð af HIV-veirunni árið 2003, og ein mesta baráttumanneskjan gegn sjúkdómnum þar í landi. Voru tugir alnæmissmitaðra með henni í för. Útbreiðsla HIV-veirunnar, sem veldur alnæmi, er hvergi meiri en í Suður-Afríku og næstmest í Indlandi. Rúmar fimm milljónir manna eru smitaðar af veirunni í Indlandi öllu. Sagði frá þessu á fréttavef BBC.

Fríða Eyland, 1.12.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband