Hennar orð - Lögreglan lögbrjótur

Saksóknari er búinn að kveða upp sinn dóm í þessu máli og lætur það falla niður í þagnarsekkinn stóra. Lögreglumennirnir fá áminningu útaf nokkrum atriðum, hvað sem það nú þýðir.

Hér má lesa hennar lýsingu á því sem gerðist sl. föstudag: 23.02.2007.

"jæja

Hef kvartað undan ýmislegu að undanförnu en núna er mér gjörsamlega nóg boðið. Það er eitt að misnota vald sitt en hvaða svívirðing að gera það í nafni laganna. Þó ég hafi ekki alltaf verið sammála gjörðum lögreglunnar í ýmsum málefnum og tel björgunarsveitirnar eigi að sjá um sem mesta löggæslu í landinu hef ég oft talað máli lögreglunar og sagt að þar hljóti að vera gott fólk, alveg eins og öllum örum starfsstéttum.

Eftir reynslu minni af lögreglunni um helgina er ég samt byrjuð að stórlega efast um að það finnist lögregluþjónn með siðferðiskennd á eyjunni okkar góðu, allavega var sá lögregluþjónn ekki á vakt á föstudagskvöldið var.

Kvöldið byrjaði ágætlega. Ég, Hanna og Pétur skruppum saman út í nokkra bjóra. Ekkert óeðlilegt við það enda ekki mikið annað hægt að taka sér fyrir hendur á kvöldum sem þessum. Hittum vinkonu okkar á Q bar og ætluðum öll að fara saman á næsta bar. Pétur skrapp inn á prikið til þess að nota klósettið en ég beið fyrir utan. Þar hitti ég vin minn frá því ég var 7 ára spjallaði smá við hann.... undir endan förum ég og vinkona mín inn til þess að svipast eftir Pétri en er ég þá tekinn höndum af einhverjum úturrugluðum dyraverði og sökuð um að hafa kílt einhverja gellu.... Þegar ég neita og vinkona mín segir við hann að við höfum verið saman allan tíman og það hafi ekki geta gerst heldur hann því framm að ég hafi einnig verið þar seinnustu helgi að stinga einhvern gaur með skrúfjárni. Vandamálið er að ég var á Selfossi seinustu helgi í opnunarpartíi Tonys og hef ekki drukkið síðan í Desember.

Dyravörðurinn sem leit útfyrir að vera úturdópa steratröll henti mér því út og niður á götuna.... þar sat þetta svín á mér með eithvert fantatak og hótaði á mig löggunni. Ekki var ég smeyk við hana enda hafði ég ekkert gert en var samt ekki sam sáttust við prísundina svo ég barðist mikið um og gerði allt sem í valdi stóð til þess losna við að sleikja götuna. Löggan tók hins vegar sinn tíma eins og venjulega svo þarna lág ég með þennan viðbjóð ofan á mér í hátt í hálftíma. Þegar löggan loksins kom á sinni maríu var ég sett beint í handjárn og inn í bíl. Ég fyrstu reyndi eg að útskýra fyrir lögreglunni hvað hefði gerst en eftir að hafa fengið að heyra svívirðinar um mig og minn húðlit og komment ein og hvers konar negralýð væri verið að hleypa inni í landið var mér nóg boðið. Svona fær engin að taka við mig og sérstaklega ekki fólk með völd... hversu svört sem ég er borga ég líka skatta í þessu landi og krefst þess að vera sýnd sú virðing sem aðrir íbúar fá.

Inn í bílum var mér strax hótað að verða sett inn á þriðju hæð, sem er þekkt fyrir myndavélaleysi og ofbeldi. Þá reyndu vinir mínir að tala mínu máli en sem hefði svo sem geta gengið og ég fengið að fara beint heim en eftir allt þetta virðinarleysi var ég alveg tilbúin að fara niður á stöð og tala við vaktsjórnann um hegðunn eða hegðunnarvandamál manna hans. Það var ekki hins vegar ekki svo góð hugmynd því ef lögreglumaðurinn var sonur djöfullsins var varstjórinn pabbi hans!!!!!!
Á endanum var ég bókuð og sett í varðhald. Það var hins vegar eitthvað hernaðarleyndarmál fyrir hvað ég var handtekin og sama hvernig ég spurði þá var það kurteisasta svarið sem eg fékk að það kæmi mér ekki við.

Mér var því bókstaflega hent inn inn í kefa... eins og marblettirnir á líkama mínum sína og látin dúsa þar. Hins vegar var ég orðin nett prirruð á allri þessari framkomu svo ég hríngti bjöllu sem staðsett var inn í klefanum mínum... ekki vildi sú mannesja hlusta á mig heldur og hætti að svara hringingum mínum. Tók ég því til þess ráðs að nota 50 kall sem eg var með í vasanum til þess að rispa í hurðina... komu þá ekki þjónarnir að vörmu spori og vildu peninginn. Ekki vildi eg efhenta hann og þá var eg tekin niðir og leytað á mér.... bæði af karl og kvennkyns þjónum og móti þá engu skipta þó eg heimtaði leitarheimild frá dómara. 50 kallinum náðu þeir nú samt ekki enda er ég nískur negri sem passa upp á mína peninga.

Því næst tóku þjónarnir á það ráð að klæði mig úr fötunum. Þegar ég neitaði var mér bara haldið niðri og klædd úr með valdi.... og nærfötin mín klippt í burtu. Þetta var auðvita gert með miklum átökum enda vil ég helst halda fötunum mínum og virðingu. Þá tók hins vegar perraskapur lögreglunnar öll völd, og settir voru upp hanskar til þess að leyta upp í leggöngunum mínum. Nei nei nei..... þetta var náttúrulega ekki að fara að gerast og fékk gellan nokkur álitleg spörk í andlitið. Gefist var upp á þessu en í hefndarskyni var teppið og dýnan tekin af mér og ég látin dúsa þarna í nokkra tíma alls nakin.

Greinilegt er að lögreglan í miðbænum hefur tekið sér til fyrirmyndar starfsaðferðir fangavarðanna í Guantanamo. Ég viðurkenni fúslega að ég var ekki upp á mína bestu hegðun en ég stóð í þeirri trú að lögreglan ætti að kunna að höndla ölvað fólk ekki pinta og svívirða."

Lög nr. 19/1991:

32. gr. 1. Skylt er að gefa sakborningi upplýsingar um kæruefni áður en hann er yfirheyrður út af því eða við handtöku ef til hennar kemur. Maður, sem handtekinn hefur verið í þágu rannsóknar opinbers máls, á rétt á að hafa samband við lögmann eða annan talsmann sinn, sbr. 37. gr., þegar eftir handtöku.

92. gr. 1. Leita má á sakborningi ef nauðsynlegt þykir til að taka af honum gögn eða muni sem hald skal leggja á. Leiki grunur á að maður feli innvortis muni eða efni sem hald skal leggja á er heimilt að framkvæma leit, að fengnu áliti læknis. Þá má taka blóð- og þvagsýni úr sakborningi og framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn í þágu rannsóknar sem gerð verður á honum að meinalausu. Enn fremur má taka af honum fingraför og myndir í þágu rannsóknar.

93. gr. 1. Leit og líkamsrannsókn skv. 92. gr. skal ákveðin í úrskurði dómara, nema sá sem í hlut á samþykki hana.
3. Við leit skal gæta þeirrar varfærni og hlífðar sem samræmist markmiði hennar. Ekki skal gera húsleit að næturþeli nema mjög brýn nauðsyn sé á og sakarefni stórfellt. Leit innan klæða skal gerð af manni sem er sama kyns og sá sem leitað er á.
4. Leit innvortis, taka blóðsýnis og aðrar samsvarandi aðgerðir skulu framkvæmdar af lækni eða hjúkrunarfræðingi.

Lögreglan er lögbrjótur, fasistar og ekki til þess að sýna nokkra virðingu. Héðan í frá mun ég ekki á neinn hátt aðstoða lögreglu, né heldur koma fram við hana af þeirri virðingu sem þeir heimta. Svona menn eiga enga virðingu skilda. Skorrdal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Þvílík martröð fyrir greyið stelpuna.....óhugnaður að verndendur laganna sýni þetta framferði ! Sveiattan ! fussumsvei !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 00:37

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fríða ENN OG AFTUR ????????????
HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞESSA MYNDSKREITINGU ?  Mynd af EINHVERJU LÍKNESKI MEÐAN ÞÚ ERT AÐ FJALLA UM LÖGREGLUSKÝRSLU

..... Þú ert SKRÍTIN FUGL ...

Brynjar Jóhannsson, 4.11.2007 kl. 00:40

3 Smámynd: Fríða Eyland

Ég þekki þessa stúlku vel og veit að hún seigir satt enda fær lögreglan áminningu fyrir að taka af henni dýnu og teppi. Hún var nakin í fleiri klukkutíma fékk hæðnisglósur, það voru hárflyksur um allan klefann, hún streittist á móti þegar reynt var að gera á henni líkamsleit. Allan tíman var verið að kíkja inn um gluggann á klefahurðinni bæði konur og menn....þetta er of mikið fyrir minn smekk Hún var 19 ára ....

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 00:43

4 Smámynd: Fríða Eyland

Brylli myndin passar vel við færsluna. þetta er ógeð

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 00:44

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fríða þú spurði mig um hvað lögmaðurinn heitir...

Hún heitir Rut... og er að vinna hjá Ragnari Arnalds... Ég man ekki hvað hún hét meira...en hún vinnur næstum öll mál sem hún tekur að sér og er kallaður stjörnulögfræðingur.  

Brynjar Jóhannsson, 4.11.2007 kl. 00:46

6 Smámynd: Fríða Eyland

Takk Brynjar

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 00:50

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

BRYNJA ?....

Brynjar Jóhannsson, 4.11.2007 kl. 00:50

8 Smámynd: Fríða Eyland

Já Skorrdal það vona ég enda er spillingin hér mikil og bendi á lakkrísmálið

Sem gott dæmi um það. Þessi stelpa átti ekki skilið að ver handtekin hún ætlaði að kæra lögregluna fyrir kynþáttahatur.. en eins og við vitum bæði tekur lögreglan negra engum vettlingatökum.  

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 01:24

9 Smámynd: Kolgrima

vinnur Rut ekki hjá Ragnari Aðalsteinssyni? alveg frábær

Kolgrima, 4.11.2007 kl. 01:26

10 Smámynd: Fríða Eyland

Ég veit Gunnar enda er hann gamall Billberger

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 01:52

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jú rut vinnur hjá Ragnari Aðalsteins Kolgríma..

Brynjar Jóhannsson, 4.11.2007 kl. 01:54

12 Smámynd: Kolgrima

Hvað er Billberger?

Kolgrima, 4.11.2007 kl. 02:06

13 Smámynd: Fríða Eyland

Leyniregla stofnuð af Rockefeller og co þú getur lesið allt um regluna í Falið vald það er tengill á síðunni minni, slóðin er vald.org

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 02:23

14 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Skorrdal kom inn á góðan punkt þetta með að dómarar á Íslandi dæmdu ekki félaga sína í Frímúrarahreyfingunni...Ég hef oft haldið það.... Þessi lýsing konunnar af samskiptum sínum við lögregluna minnir mig á samskonar aðferðir sem þeir viðhöfðu í Geirfinnsmálinu lesið mál 214 hérna á netinu. Vinnubrögð löggunar sem virðist vera skipuð fjölmennu liði manna sem haldnir eru kvalarlosta ættu að vekja okkur

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 12:05

15 Smámynd: Fríða Eyland

Það er satt Guðrún..það er undarlegt hvað þeir komast upp með og saksóknari sér lítið sem ekkert athugavert við það að hópur fólks níðist á 19 ára stúlku í marga tíma. Hún gerðist svo gróf að vilja kæra mann í opinberu starfi fyrir ummæli sem svo sannarlega áttu ekki rétt á sér og lýsa viðhorfum allt of margra innan lögreglunnar til fólks sem ekki eru aríar...

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 12:17

16 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Svona alvarleg mál eru alltof algeng innan lögreglunar, þeir komast upp með hvað sem er því hvorki ríkissaksóknari, dómsmálaráðherra eða Alþingi skiptir sér að störfum þeirra. Og svo öskrum við okkur hás af vandlætingu sem dugir lítið því best er fyrir yfirvöld að svara engum mótmælum og þannig hverfa sakamálin

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 12:31

17 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

O J   B A R A S T A !!!! Kjaftstopp ég... finnst þetta bara ógeðslegt...

Sigríður Hafsteinsdóttir, 4.11.2007 kl. 13:08

18 Smámynd: Fríða Eyland

Takk snjáldurmús fyrir kvittið og samstöðuna, það er ekki auðvelt að gagnrýna suma hluti en þegar nóg er komið verður maður að ger eitthvað. Enda tel ég að þetta mál og fleiri eigi brýnt erindi til fólksins.

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 13:31

19 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Og svo segir yfirvaldið fólk ljúga eða það sé alvarlega geðveikt til að enginn trúir því! Orð gegn orði án nokkurar rannsóknar

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 13:32

20 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sameinumst og krefjumst rannsóknar á alvarlegum sakamálum. Leyfum ekki yfirvöldum að þagga alvarleg mál niður!!!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 13:34

21 Smámynd: Fríða Eyland

Já það er fullt af fólki sem þorir ekki að stíga fram ég hef haft margar ástæður en aldrei þorað, dæmin eru mörg í kring um mig og virðist enn ver að bætast við!!!!

Saksóknari lætur ofbeldisglæpi falla niður í stórum stíl til dæmis nauðganir og barnaníð 

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 13:51

22 Smámynd: Fríða Eyland

Hugmyndin um félag er góð held ég 

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 14:57

23 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hafið þið tekið eftir því að ég get skrifað um alvarleg glæpamál...Geirfinnsmálið...Og hvernig auði Ásbjörns Ólafssonar H/F var rænt eftir að eftirlifandi sambýliskona hans fannst látin...Einnig get ég sagt frá því hvar lík úr Geirfinnsmálinu var dysjað á Markarflöt 11 Garðabæ og af hverjum.... Steinari Gunnbjörnssyni eiganda Markarflatar 11 í Garðabæ... En ég hef engin meinyrðamál fengið á mig???? Af hverju ekki???? Ámælin eru háalvarleg eða hvað finnst ykkur ???? Hvers vegna er ég ekki lögsótt???? Halló, halló.... Opnið augun!!!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 15:20

24 Smámynd: Fríða Eyland

Lakkrísmálið er dæmi um mannorðsmorð sem er líka skyldulesning eins og skrifin þín Guðrún um Geirfinsmálið sem þú hefur sent ráðamönnum þjóðarinnar en enginn kjörinn eða valinn fulltrúi svarar svarar.

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 16:03

25 Smámynd: Fríða Eyland

Skilaboðin virðast vera að þú ert rugluð, ég veit að svo er ekki. Stúlkan í þessu máli brotnaði saman hún leitaði hjálpar vegna vanlíðunar og læknirinn skrifaði uppá þrjár tegundir geðlyfja, þegar fólk fer að bryðja geðlyf seigir það minna, ég er ekki að seigja að þau séu alslæm ....

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 16:10

26 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég þarf nú að lesa þessar færslur hjá Guðrúnu, hef ekki rekist á þetta fyrr. Ég er allavegana skíthrædd við margar þessar löggur og þori ekki annað en að haga mér vel ef sést í húfurnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 16:55

27 Smámynd: Fríða Eyland

Um að gera að lesa um þrautargöngu Guðrúnar...Það merkilega er að engin hefur kært hana fyrir meiðyrði

Hér er annar bloggari sem gott er að kíkja á ....

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 18:58

28 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þetta er sorglegt fyrir stulkuna,hjélt að löggan væri manlegri hjér,en svo er ekki.Þarf að gera eithvað ,í svona alvarlegum málum.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 19:26

29 Smámynd: Fríða Eyland

Já það þarf að breyta ýmsu, það er enginn spurning og já þetta er sorglegt fyrir stúlkuna og þjóðina sem gagnrýnir vinnubrögð lögreglu í öðrum löndum en heldur að hér sé allt í stakasta lagi.

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 20:15

30 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Við hérna á blogginu bloggum um alvarlegustu glæpamál í öllum heiminum... Hvernig lögregluyfirvöld misþyrma einstaklingum... Frásögn ungu konunnar sem vogaði sér að leggja framm ákæru á hendur lögreglunnar... Konur hugsið þið ykkur naktar og varnarlitlar í fangaklefa... og karla, lögguna með latexhanska á höndum vilja ráðast inn í ykkar...Þá ættun við að hugsa um hvernig stjórnmálamenn sameinast í þögn með yfirhylmingu á þjófnaði í Lakkrísmálinu... Enginn á öllu Alþingi lætur sig lætur sig Lakkrísmálið varða og svo bréf dagsett fyrir sléttum fjórum árum sem varðar sannleikann í Geirfinnsmálinu.... Hvað er að hérna á Íslandi?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 22:05

31 Smámynd: Fríða Eyland

Guðrún í dag er heimsóknamet hér á þessari síðu , ég held að fólk þori  ekki að kvitta því miður. Umræðu- efnið er erfitt, það veit ég en það er mál til komið að halda áfram og aldrei að gefast upp....þar ert þú góð fyrirmynd


Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 22:21

32 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hvar eru fjölmiðlarnir???

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 22:30

33 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er fullkomlega orðlaus eftir þennan lestur!

Sunna Dóra Möller, 5.11.2007 kl. 09:15

34 Smámynd: Dísa Dóra

jahérna og þetta er þaggað niður.  Hví er svona mál ekki rannsakað niður í kjölinn og lögreglan látin taka ábyrgð á sínu eins og aðrir?

Þetta er auðvitað ofbeldi og niðurlæging og á alls ekki að eiga sér stað og hvað þá af hendi lögreglunnar sem á nú að vera vörður laganna og sjá til að við séum óhult gagnvart svona gerðum

Dísa Dóra, 5.11.2007 kl. 10:32

35 Smámynd: krossgata

Ég á ekki orð!

krossgata, 5.11.2007 kl. 10:46

36 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta var ógeðsleg lesning og ég vona sannarlega að stúlkan ráði sér stjörnulögfræðing og dragi þetta fólk fyrir dóm. Ég er enn fjúkandi reið eftir lesturinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 13:11

37 identicon

Ótrúleg lesning. Ótrúlegt hvað fólk hér á landi sem sinnir lögæslustörfum getur lagst lágt og haft akkúrat enga sjálfsvirðingu og þar af leiðandi enga virðingu fyrir öðru fólki. Hver man ekki eftir þvaglegsmálinu á Selfossi.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 14:36

38 Smámynd: Fríða Eyland

Ein vinkona mín lenti í þeim í vor, hún var að koma frá vesturbænum úr útskriftarveislu bróður síns, drengirnir hennar voru með í för sá eldri átján ára og litli sjö ára (negrastrákur). Veðrið var gott og klukkan ekki orðin ellefu , þau gengu niðurá Ingólfstorg til að kaupa sér ís.

Í sólskinsskapi með ís í hendi kvöddu þau eldri strákinn, hún og Lilli ætluðu að fá sér Taxa, en fyrst að klára ísinn.  Þá kom lögreglan og handtók hana ásamt yngri drengnum, bað þau að koma uppí bílinn.

Hún fór uppá stöð með þeim, það var kallað á konu frá barnaverndarnefnd.

Að henni viðstaddri var ákveðið að handtaka konuna sem varð mjög hrædd við innilokun, logreglan hlustaði ekki á hana og var hún sett í járn með fangabrögðum fyrir framan litla drenginn sem auðvitað varð mjög hræddur.

Síðan var drengurinn sendur aftur í veisluna og konan látin gista. Ég er búin að velta þessu fyrir mér og skil ekki hvernig svona smekkleysa líðst í landi voru, hvað er að ? LR er slæm og baraverndarnefnd er litlu skárri í þessu dæmi allavega, tel að hún sé ekki starfi sínu vaxin, hún horfir uppá mannin ráðast á móðurina...

Hefði ekki verið eðlilegra að ræða við hana niðra torgi eða fullvissa sig að allt væri í lagi með mæðginin, athuga með ástand úr því

Annað hitt að ráðast á foreldra fyrir framan barn er glæpur sem nánast alltaf ófyrirgefanlegur hefði maður haldið, undantekningar eru fáar þá til að vernda barnið.

Hvað er verið að ráðast á verða kannski sálfræðingar að svara frekar en ég en aðgát skal höfð í nærveru sálar og að trufla þessa fjölskyldu á þennan hátt er hreinlega ekki í lagi.

Öll erum við jöfn gagnvart lögum, og engum á að líðast árásir á aðra, það er bannað og perralegt að konur sitji fyrir systrum sínum á almenningsklósettum og káfi á þeim og það á kaupi hjá LR væri ekki nær nota aurinn í annað. Drottnunarvald er best geymt í lokuðum klúbbum áhugamanna.

Má lögreglan eyðileggja daginn hjá þér og mér og dagana sem þar koma á eftir ef þeim dettur það í hug, nei er svarið mörkin verða að vera skýrari og friðhelgin virt.

Fríða Eyland, 5.11.2007 kl. 16:59

39 Smámynd: Fríða Eyland

Guðrún Magnea, ég veit bara um einn blaðamann, ég er búin að benda honum á þitt blogg, vonandi hefur hann samband við þig...

Sunna og Krossgata, það skil ég vel...

Sirrý S og Dísa Dóra ég er sammála ykkur, þessi stétt þarf meira aðhald en er í dag, það er bannað að koma svona fram við fólk það er á hreinu. Þetta mál og önnur verða koma fyrir dómara...........annað er óréttlæti....

Helga G. Ég er líka reið get ekki enn lesið þetta án þess að það kraumi í mér þannig að mig langar útá torg og öskra

Fríða Eyland, 5.11.2007 kl. 17:57

40 Smámynd: halkatla

það er viðbjóðslegt hvernig lögreglan kemst uppmeð að brjótast inní líkama annarra og stór hluti þjóðarinnar ipptir bara öxlum, ég æli næstum því. Ég vona að Skorrdal hafi rétt fyrir sér og að þetta lendi fyrir dómsstólum handan hafsins.

halkatla, 6.11.2007 kl. 00:40

41 Smámynd: Fríða Eyland

Anna, það vona ég líka íslenska dómskerfið virkar ekki þegar ofbeldismál falla niður í hrönnum hjá saksóknara, í þessu dæmi er fjöldi að fólki sem skemmtir sér við að niðurlægja stúlku til og með kynferðislega.

Bæði konur og menn voru í klefanum, hún var hædd, spottuð, háreytt og höfð nakin til sýnis fyrir drottnarana í fleiri tíma.

Best er að kynna íslensks dómskerfið fyrir alheiminum þá kannski fer eitthvað að breytast.

 Vala, dettur þér í hug að þetta sé ekki satt ?

Fríða Eyland, 6.11.2007 kl. 00:59

42 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

"Lögreglan er lögbrjótur, fasistar og ekki til þess að sýna nokkra virðingu. Héðan í frá mun ég ekki á neinn hátt aðstoða lögreglu, né heldur koma fram við hana af þeirri virðingu sem þeir heimta. Svona menn eiga enga virðingu skilda. Skorrdal"

Einmitt best er að haga sér eins og þeir sem maður fordæmir, þá verður allt betra.
Verum öll dónaleg og ósamvinnuþýð, það kennir þeim.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.11.2007 kl. 08:57

43 Smámynd: Fríða Eyland

Nanna, þannig er að færslan er samsuða, smá innskot frá mér um hvernig málið er tæklað af yfirvöldum, þá saga stúlkunnar og að endingu lagastúfar og nokkur orð frá Skorrdal. Færslan var inni hjá Skorrdal í vor, ég tók hana þaðan með hans leyfi og lét orð hans standa.

Ég ætla ekki að svara fyrir aðra en ég hef alltaf verið kurteis og samvinnuþýð við þessa stétt, ég á börn og kenni þeim að lögreglan er það sem hún á að vera, en í þessu máli og mörgum öðrum fer lögreglan yfir strikið og gerist lögbrjótur. 

Fríða Eyland, 6.11.2007 kl. 09:17

44 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já en að framvegis ætlar þú ekki að aðstoða lögregluna segiru?  Helduru að það bæti ástandið. 

Ef þetta er satt og ekki önnur hlið á málinu sem vantar, er þetta svakalegt. En að bregðast eins við er engin lausn.  Hins vegar er gott að vekja athyggli á svona málum og skora á þá að svara þessu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.11.2007 kl. 12:40

45 Smámynd: Fríða Eyland

Nanna þú ert að rugla mér saman við Skorrdal, ég ætla ekki að svar fyrir hann ok, ég endurtek..

Ég ætla ekki að svara fyrir aðra en ég hef alltaf verið kurteis og samvinnuþýð við þessa stétt, ég á börn og kenni þeim að lögreglan er það sem hún á að vera, en í þessu máli og mörgum öðrum fer lögreglan yfir strikið og gerist lögbrjótur því miður. 

Fríða Eyland, 6.11.2007 kl. 13:31

46 Smámynd: Fríða Eyland

Mikið er ég sammála þér Jón Frímann ..

Fríða Eyland, 6.11.2007 kl. 13:33

47 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ömurlegt að hrottar með brenglað siðferði skuli verndaðir af vandaðri félögum sínum. Ef að lögreglan vill virðingu verður hún einnig að sýna fólki landsins lágmarksvirðingu virðingu, þetta virkar ekki bara í aðra áttina.

Sjá færslu mína HÉR um lögreglu og virðingu.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.11.2007 kl. 17:01

48 Smámynd: Fríða Eyland

Ekkert er jafn ömurlegt og þegar ráðist er á veikt fólk Georg, sá sem það gerir dæmir sig sjálfur. Eftir lestur færslunnar sem þú bendir á ég agndofa...veit ekki hvað ég á að seigja....

Samt vil þakka ég þér kærlega fyrir innleggið, vegna þess að því fleiri mál sem fólk getur lesið um hér í rafheimum sem koma frá ólíku fólki eykur líkurnar á að vinnubrögð lögreglu og saksóknara verði tekin til endurskoðunar og rannsóknar ...

Fríða Eyland, 6.11.2007 kl. 20:01

49 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Skorum á fjölmiðla að fjalla um þessi alvarlegu sakamál sem við erum að blogga um hérna...Í öllum öðrum löndum væru dagblöð og ljósvakamiðlar að gagnrýna óskyljanlegt réttarkerfi hérna sem er án efa einstakt á heimsvísu!!!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.11.2007 kl. 22:10

50 Smámynd: Fríða Eyland

Við erum að hugsa um að hittast, er ekki kominn tími til ? sjá næsta blogg...

Fríða Eyland, 6.11.2007 kl. 22:51

51 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 7.11.2007 kl. 22:50

52 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Því miður er ég ekkert yfir mig hissa á þessum vinnubrögðum. Lögreglan er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um öryggi mitt. Djöfulsins ógeð þarna innan um og það sem er allra ógeðslegast er að þeir eru verndaðir

Heiða B. Heiðars, 8.11.2007 kl. 10:14

53 Smámynd: Fríða Eyland

Ég var nú viss um það Skessa mín að þú treystir þeim ekki manna best, Þeir eru verndaðir og það gengur ekki þegar þeir fá útrás fyrir kvalalosta eins og dæmi þassarar stúlku.

Fríða Eyland, 9.11.2007 kl. 17:29

54 Smámynd: Halla Rut

Ég var bara að sjá þetta núna. Lögreglan hér á landi telur sig hafna yfir lög og reglur.  Ég hef enga trú á lögreglunni og tel þetta að mestu vera menn með minnimáttarkend og mikilmennskubrjálaði.

Halla Rut , 11.11.2007 kl. 18:34

55 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík í dag eru þeir sem drógu með pyntingum játningarnar upp úr sakborningunum í Geirfinnsmálinu.....

Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.11.2007 kl. 03:49

56 Smámynd: Vendetta

"Fríða ENN OG AFTUR ????????????
HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞESSA MYNDSKREITINGU ?  Mynd af EINHVERJU LÍKNESKI MEÐAN ÞÚ ERT AÐ FJALLA UM LÖGREGLUSKÝRSLU"

Líkneskið er af Birni Bjarnasyni. Er það ekki augljóst?

Annars vona ég, að þessi kvikindi verði fundin sek og sett í steininn. En ég er hræddur um, að með þeirri spillingu og ofbeldisdýrkun sem grasserar innan lögreglunnar, þá verði það ekki að veruleika. Jafnvel í USA var Lt. Garner, sem stóð fyrir pyntingum í Abu Ghraib, dæmdur til fangelsisvistar. Hér á landi hefði hann fengið Fálkaorðuna.

Vendetta, 12.11.2007 kl. 09:46

57 Smámynd: Fríða Eyland

Vandetta. Saksóknari er búinn að afgreiða málið það á að áminna lögregluþjón en fer ekki fyrir dómstóla. Það sem Guðrún bendir á er rétt, þeir lögreglumenn sem stóðu í glæpamáli glæpamálanna urðu yfirmenn margir hverjir.

Halla takk fyrir innlitið, ég er nú alveg sammála þér allavega hvað varðar þetta mál er augljóst að pottur var og er brotinn.

Fríða Eyland, 17.11.2007 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband