Borgarstarfsmanna samanburður fyrsta umferð
28.10.2007 | 00:00
Ég er með dæmi sem miðast við tvo borgarstarfsmenn, annar er varaborgarfulltrúi og situr í einu ráði borgarstjórnar til dæmis menninga og ferðamálaráði. Starfsmaðurinn þarf að mæta á hádegisverðarfundi á fimmtudögum í þægilegu umhverfi, bragðgóðar veitingar í boði RVK eru fastur liður, fyrir fundarsetuna fær starfsmaðurinn greitt 223.000.- krónur á mánuði. Starfsmaðurinn getur auðveldlega sinnt öðru starfi 100% og ófá dæmi um slíkt enda ekki um fulla vinnu að ræða.
Hinn starfsmaðurinn er sorphirðir hann skilar 160 tímum á mánuði trúlega tíu sinnum fleiri en hinn starfsmaðurinn hjá sama fyrirtæki. Starfið fellst í að hann sækir ruslatunnur (60kg.) í sorpgeymslur og dregur þær að gangstétt hengir á bílinn, skilar tómum tunnunum síðan á sinn stað. Umhverfið í ruslageymslum er eigi hugguleg og lyktin ógeðsleg en á móti kemur ferska loftið milli húsanna. Fyrir viðvikið fær starfsmaðurinn um 167.000.- krónur á mánuði. Eitt hlé á dag í 20 mín, engar veitingar í boði fyrirtækisins. Ekki vinnuskór, stígvél og það sem verra er að í haust hafa regngallar verið ófáanleigir og sorphirðar borgarinnar þurft að útvega þá sjálfir í úrkomunni undanfarið. Sem er metúrkoma samkvæmt mælingum
Ég veit ekki hvaða búnað fundafólkið þarf, trúlega eina fartölvu og síma, ég hef heldur ekki hugmynd um hvort þau þurfa að bíða eftir vinnutækjum en tel það ólíklegt
Annað sem er áhugavert í þessum samanburði er að varaborgarfulltrúinn þarf að vera verkefnalaus og má þá alls ekki að sitja í neinu ráði, til að vera með sömu laun og sorphirðirinn.150.000.- kr. á mán!!! fyrir að gera ekki neitt
Getur verið að varaborgar fulltrúinn sé tíu sinnum mikilvægari fyrir borgarbúa en sorphirðirinn ?
Eða er þetta enn ein sönnun þess að flokkakerfið er rotið bitlingakerfi ?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2007 kl. 18:50 | Facebook
Athugasemdir
Þú klórar mér og ég klóra þér, það er mottóið ekki satt??
Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 00:10
Það er ekkert skrítið færslan var í prufukeyrslu þegar þú kvittaðir Ásdís Til hamingju með árangurinn í undirskriftarsöfnuninni.
Fríða Eyland, 28.10.2007 kl. 00:40
150.000 fyrir að hafa titilinn varaborgarfulltrúi og eina verkefnið að fylgjast lauslega með hvað er að gerast? Ég er farin í pólitík!!! Síjú.
krossgata, 30.10.2007 kl. 14:10
Ertu að djóka ? Krossgata held að það sé kominn tími á hugarfarsbyltingu á Íslandi...% launahækkanir út og krónu inn eftir miklar leiðréttingar.
Laun verkamanna í landinu eru of lág og stjórnenda of há t.d Palli RÚV stjóri. Og hvert leiðir þetta jú mikill vill meira..verða óseðjandi eins og nýjasta dæmið Bjarna Ármanns sannar...hann reyndi að ræna reykvíkinga um miljarða en verður aldrei settur inn... fær sér meðferð og RÚV veitir honum drottningarviðtöl að vild....
Fríða Eyland, 30.10.2007 kl. 14:57
Já ég er að djóka, kaldhæðni skilar sér svolítið illa í rituðu máli.
krossgata, 30.10.2007 kl. 15:00
Endilega komdu svo með allar sposlunar sem að Bingi er að ná sér í með því að sitja í hinu og þessu...Slagar vel í milljón númer 2 á mánuði, allt greitt með holræsgjaldi, þeink jú verí möts for þis prógramm!
Áddni, 30.10.2007 kl. 15:48
Mér finnst þetta afskaplega skrýtið kerfi svo ekki sé meira sagt!
Sunna Dóra Möller, 30.10.2007 kl. 16:00
Áddni satt seigirðu það er nauðsynlegt að fyljast með Binga enda er hann mikill kolkrabbi...
Krossgata ég hélt það líka
Hverjum finnst þetta ekki skrítið Sunna, það eru margir borgarstarfsmenn með lúsarlaun á meðan yfirbyggingin situr á fundum, fá ásrift í kokteilboð og á opnanir á milli þess sem þau klippa á borða og skíra strætóskýli
Fríða Eyland, 30.10.2007 kl. 17:04
Hefur Jón nokkurn tíma þótt jafnmerkilegur og Sérajón? Nei hélt ekki.
Hins vegar blöskrar mér hversu bilið milli þeirra eykst. Algerlega óþolandi.
Reyndar má ekki gleyma í þessu samhengi að vinna við nefndarsetu á ekki bara að felast í fundasetu, það á líka að lesa plöggin.......................úbs.....er það alltaf gert?
Kristjana Bjarnadóttir, 30.10.2007 kl. 17:28
Athugaðu síðuna http://ronnirokk.blog.is/blog/ronnirokk/
Jóhannes Ragnarsson, 30.10.2007 kl. 18:18
Það eykst alltaf bilið á milli ríkra og fátækra. Hvað er að í þessu kerfi, því er ekki hægt að borga mannsæmandi laun.
Svo er til fólk sem heldur því fram að þeir sem sæki aðstoð til mæðrastyrksnefndar geri það til að svindla, það þurfi ekki aðstoðina.
Ástandið ætti auðvitað að vera þannig að það þyrfti enginn að leita þangað.
Arg.. get orðið brjáluð yfir þessu óréttlæti.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.10.2007 kl. 18:26
Það er prósentubullinu að kenna, uppúr 1990 var hætt að semja um krónutölu hækkanir á launin og prósentur tóku við það þarf ekkert séní til að sjá hvar það endar ójöfnuður eykst við hverja samninga. Hæstu launin hækka mest og bilið eykst milli fólks ...
Fríða Eyland, 30.10.2007 kl. 19:48
Jú, en hvað er til ráða ? Ég hef ekki lausn á þessu og held að þó ég stæði og hrópaði óánægju mína yfir hausamótum ráðamanna fengist fáu breytt.
Þetta hefur alltaf verið svona; húsbóndinn slappar af meðan leiguþýið þrælar. Ekki þar fyrir að sjálfsagt er að borga mönnum í ábyrgðarstöðum sæmilega...
Lárus Gabríel Guðmundsson, 30.10.2007 kl. 23:43
Fríða.. Þetta var góður samanburður hjá þér...
EN HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞETTA LJÓN ÞARNA UPPI ?
hahahahahhahahahah svo ertu að segja að ég SÉ SKRÍTIN FUGL ?
Brynjar Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 01:16
Það þarf auðvitað að breyta þessu Lárus, ég meina það lifir engin af þessum lúsalaunum sorphirðanna, sem þurfa að borga úr eigin vasa vinnutæki eins og skófatnað. Sjálfsagt að borga fólki vel sem er í ábyrgðarstöðum en kerfið funkar nú ekki bara á þeim, allt afstætt líka ábyrgð . Síðan má líka tala aðeins um hrúguna af millistjórnendum en víða eru þeir óþarflega margir bæði hjá ríki og borg.
Það er kannski hægt að breyta prósentu rullunni aftur og hafa krónu hækkanir
Brynjar takk fyrir......en þú ert minnugur eins og ég hehehee....Myndin varð fyrir valinu vegna þess að ég er ekki í minni tölvu.......svo er hún ágæt með færslunni ( ég vil myndskreyta)
Fríða Eyland, 31.10.2007 kl. 02:13
En ... hvaða menntun hefur borgarfulltrúinn og hversu lengi var hann að ná sér í hana ?
Hvað var sorphirðirinn að gera á meðan og af hverju ?
Fransman (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:12
Fransman ... Það krefst engrar menntunar að vera borgarfulltrúi..
Brynjar Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 19:20
Fransmann ég tek undir með Brynjari ....og þar fyrir utan eru 167.000.- ekki boðleg laun.....fyrir neinn ...það að varborgarfulltrúi´sé með þriðjungi hærri laun en sorphirðirinn sem skilar tíu sinnum fleiri tímum er að mínu mati of mikil mismunun...
Fríða Eyland, 31.10.2007 kl. 19:41
jæja, ég vill nú meina að 167.000 krónur væru skítsæmileg laun......en það var fyrir 10. árum......allt er svimandi dýrt hérna heima og það er rétt að laun almúgafólks virðast oft á tíðum ekki fylgja með......en aftur vill ég segja ...ég veit enga lausn vegna þess að kerfið virðist fastlæst og flestir njóta reyndar góðs af "góðærinu" á beinan eða óbeinan hátt...
Lárus Gabríel Guðmundsson, 1.11.2007 kl. 02:36
Hvað varðar mikilvægi starfanna. Hugsum okkur að sorphirðar vinni ekki í svona 2 vikur. Það yrði geðslegt um að litast? Og heilsusamlegt umhverfið?
Hugsum okkur að varaborgarfulltrúi vinni ekkert í 2 vikur. Hugsi, hugsi hugs. Hverjum er ekki sama?
krossgata, 1.11.2007 kl. 10:37
Lárus hvað með að taka aftur upp krónutöluhækkanir í stað prósentu
Krossgata, þú seigir nokkuð ég hugsa enginn
Fríða Eyland, 1.11.2007 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.