önnur færsla

Nú verð ég að skrifa eitthvað hérna.

Undanfarið hef ég verið að lesa blogg, upphaflega........ en nú er svo komið að ég er hreinlega farin að misnota síður góðra manna til að fá útrás.

Persónulega ætlaði ég aðeins að þjálfa mig á lyklaboðinu, fljótlega var nú samt komin pólitísk skítalikt af mínum skrifum ölluheldur athugasemdum, svo í gær eða var það í fyrradag var svo komið að ég var farin að skrifa hálfvelgjulegar dagbókarfærslur inná annarra manna síður.

Þetta var hálf ómeðvitað ég var orðin háðessu og farin að vaða í villu ekki satt

En innst inni er ég svosum ekkert að drepast úr móral útaf þessu, flokka þetta sem byrjendamistök mér til hughreystingar og blæs á það... burt flogið.

Mig langar að nota tækifærið og þakka bloggurum fyrir skrifin öll, misjöfn af öllu tagi samt eru nokkur mál sem kitla meir en önnur svo allir brandararnir hjálpi mér allir heilagir mörghundruð hvern einasta dag, hvað er betra í morgunsárið en brandari ? 

Rauðsokkurnar systur mínar fá líka heilla óskir ég fullyrði að listinn yfir hugarfarsbreytingarnar  sem glaðvöknuðu á útifundinum fræga er ótæmandi auðlind.

það er ekki orðum aukið að þjóðin er á toppi heimsins ekki aðeins í landfræðilegu tilliti, hugmyndin um jafnrétti kynjanna olli kúvendingu meðal okkar og við njótum nú ávaxtanna.

Allar bloggara rauðsokkur kærar þakkir fyrir að halda áfram...Whistling Áfram stelpur Whistling Síðan verð ég að þakka fyrir stórskemmtilega lesningu ekki síst um trú-og heimspeki flokkunum mér sýnist að u.þ.b. 50%bloggara séu heimspekingar.

Ég er ekki viss um að þetta sé góð önnur færsla las hjá einhverjum að langar færslur væru .............fráhrindandi en ég er aðlaðandi hvernig sem á það er horft

Góðar stundir 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband