Þessi frétt um Jón Sverri Bragason var í vísi
26.6.2009 | 14:10
Beint í meginmál síðu. Fréttablaðið, 30. des. 2007 06:00 Fljúgandi spilavíti fyrir einn ríkasta mann heims mynd Jón S. Bragason á og rekur JB Aviation í Dubai, fyrirtæki sem sérhæfir sig í ýmsum verkefnum tengdum flugi. Sheldon Adelson, sjötti ríkasti maður heims, fékk fyrirtækið til þess að breyta flugvél í fljúgandi spilavíti. Þetta er ákaflega skemmtilegt og spennandi verkefni enda hafði ég ekki einu sinni hugmynd um að svona hlutir væru til," segir flugvirkinn Jón S. Bragason sem undanfarna 6-8 mánuði hefur unnið að því að innrétta flugvél sem fljúgandi spilavíti" fyrir bandaríska spilavíta- og hóteleigandann Sheldon Adelson, sjötta ríkasta mann heims. Ég er með fyrirtæki í Dubai, JB Aviation, sem sérhæfir sig í ýmsum verkefnum fyrir flugfélög og einkaaðila. Ég kynntist Adelson fyrir einu og hálfu ári síðan þegar hann var að leita að flugvélum. Hann keypti tvær notaðar af konungsfjölskyldunni í Sádi-Arabíu og bað mig svo um að innrétta þær, aðra sem nokkurs konar VIP-vél og hina sem spilavíti. Við sjáum um tæknilegu hliðina en fáum innanhússhönnuði til liðs við okkur til að sjá um útlitið." Jón segir að þrátt fyrir auðæfin séu Adelson og hans menn þægilegir í samskiptum. Það var mjög gott að vinna fyrir þá. Þeir sáu bara um sín viðskipti og létu okkur alveg um þetta. Það liggur gríðarlega mikil vinna að baki verkinu enda er vélunum bókstaflega slátrað og þær nánast hannaðar upp á nýtt. Við settum inn í þessar vélar nuddstofu, spilaborð og stóla sem hægt er að sofa í svo fátt eitt sé nefnt. Svo verður að vera fullkomið eftirlitskerfi eins og reglan er í spilavítum." Hver vél um sig kostar fullbúin litlar 200-300 milljónir íslenskra króna. Jón segist ekki vita annað en að þetta séu fyrstu fljúgandi spilavíti heims. Þessi maður fær góðar hugmyndir og virðist vita hvað hann er að gera. Hann á miklar eignir í Las Vegas og opnaði nýverið spilavíti í Macau í Kína sem er næststærsta bygging heims og sú stærsta í Asíu. Nú ætlar hann að byggja annað eins í Singapúr enda eru fjárhættuspil vinsælli í Asíu en í Las Vegas. Þessi fljúgandi spilavíti verða notuð til þess að ferja spilara á milli Macau og Las Vegas. Þau verða þó eingöngu fyrir boðsgesti. Við vorum að klára fyrstu vélina en það er hugmyndin að breyta tveimur til að byrja með og sjá hvernig þær koma út." Vélarnar rúma um 40-60 manns og annan eins fjölda af starfsfólki. Það þurfa að vera öryggisverðir og gjafarar í viðbót við hefðbundna áhöfn. Það er geysilega mikið í þetta lagt." Jón fær sjálfur að prófa að fljúga í vélinni því hann kemur til með að fara með í hennar fyrstu ferð til Kína í janúar. Svo erum við að leita að fleiri vélum núna, þær verða líklega fjórar á endanum." sigrunosk@frettabladid.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.