Ég vissi það að perrin næðist, gæti ekki hætt
24.6.2009 | 12:12
Þennan mann kærði ég 5. júlí 2006 en málið var látið niður falla og ekki bara það heldur stóð heilt Íþróttafélag þétt við bakið á honum Nonna P.
>Nú meiga margir skammast sín, þeir taka það til sín sem eiga.
Sem beturfer var það mál ekki jafn alvarlegt og þetta
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á sextugsaldri, Jón Sverri Bragason, í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn þroskaskertum ungum pilti. Hann var einnig dæmdur til að greiða piltinum 1,5 milljón króna í miskabætur. Brotin áttu sér stað þegar pilturinn var þrettán til fimmtán ára. Jón Sverrir sem er með lögheimili í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafði í mörg skipti munnmök við piltinn og fékk hann fjórum eða fimm sinnum til að hafa við sig endaþarmsmök. Sannað þótti að hann hafi tælt piltinn til kynmakanna með því að notfæra sér þroskaskerðingu hans og tölvufíkn.
Oftast greiddi hann fyrir kynmökin með tölvuleikjum eða peningum. Málið komst upp þegar móðir piltsins var vör við að hann fór óvænt að heiman frá sér eftir kvöldmat og sagðist ætla í gönguferð. Henni þótti grunsamlegt að hann færi í slíkar gönguferðir og fékk á tilfinninguna að ekki væri allt með felldu. Hún fékk grun sinn staðfestan þegar hún skoðaði tölvu piltsins. Þar voru vistuð samskipti hans við Jón Sverri, sem kallaði sig Nonna, þar sem þeir mæltu sér mót.
Kom fram í samskiptum þeirra, að pilturinn fengi fimm þúsund krónur ef hann hefði endaþarmsmök við Nonna. Jón Sverrir kannaðist við að hafa ætlað að hitta piltinn og einnig að þeir hefðu áður hist. Hann sagði hins vegar ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað þeirra í milli. Hafi þeir setið saman í nokkrar mínútur, keyrt stutta stund og að lokum fékk pilturinn tölvuleik sem Jón Sverrir keypti á ferðum sínum erlendis.
Fjölskipaður héraðsdómur taldi hafið yfir skynsamlegan vafa, s.s. með tilliti til samskipta mannsins og piltsins í gegnum samskiptaforrit, að Jón Sverrir hafi brotið kynferðislega gegn piltinum. Brot hans hafi verið alvarleg og beinst að ungum, þroskaskertum pilt með áráttukennda hegðun. Jón Sverrir var einnig talinn hafa sýnt styrkan og einbeittan brotavilja við framkvæmd brotanna
Athugasemdir
Sæl, rosalegt. 'Eg segji bara til hamingju með dóminn. En segðu mer Fríða mín. Getur þú ekki kært aftur? Hver var svo að kæra hann núna? móðir dregnsins? Er hann búin að fá margar kærur þessi maður? Hvaða ríkissaksóknari let málið falla hjá þer.?
Anna , 24.6.2009 kl. 12:27
'Eg las þetta aftur að það er móðir drengsins að kæra.
Anna , 24.6.2009 kl. 12:30
Já hann var að káfa á stráknum mínum, aðfaranótt 4 júlí 2006
Fríða Eyland, 24.6.2009 kl. 12:33
Var að frétta að hann var síðast að dæma fótboltaleik hjá pollunum fyrir tveim- þrem vikum
Fríða Eyland, 24.6.2009 kl. 14:28
Það er nú meira hvað félagið stóð alltaf með karlinum en fjélög eru fólk
Fríða Eyland, 24.6.2009 kl. 14:29
Í dag eru 24 ár síðan ég fann manninn minn, merkilegt hvernig hlutirnir gerast .
Fríða Eyland, 24.6.2009 kl. 14:31
Gott að það hafðist, þó alltof seint sé.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2009 kl. 16:06
Ojbarasta! Maður fær óbragð í munninn af að lesa um svona mál. Ég styð þig samt í því að vekja athygli á staðreyndum, þó óhugnanlegar séu.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2009 kl. 16:34
Kannski hefði þetta ekki gerst hefði það mál verið unnið af natni og okkur trúað.
Verst er samt hvernig íþróttafélagið stóð með honum og þá á móti okkur, þannig upplifðum við þetta allt.
Karlinn hangandi á öllum ævingum eftir að við kærðum
starandi á drenginn.
Fríða Eyland, 24.6.2009 kl. 16:45
Hvaða íþróttafélag er þetta. Væri ekki rétt að þú upplýstir það svo foreldrar geti varað sig á því að senda börnin sín þangað sem svona menn njóta skjóls?
Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2009 kl. 16:50
Vissi að hann gæti ekki hætt...
Fríða Eyland, 24.6.2009 kl. 16:50
Þróttur rvk
Fríða Eyland, 24.6.2009 kl. 16:51
Heil og sæl; Fríða - sem þið önnur, hér á síðu hennar !
Ánægjuleg endalok; andstyggðar máls, þó dómur hefði mátt vera 1000 faldur, að minnsta kosti.
Með beztu kveðjum; sem fyrri - og áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:19
Ég óska þér innilega til hamingju með sigurinn.
Aprílrós, 24.6.2009 kl. 19:35
Þessi dómur á ekki við um son minn, það felldi saksóknari niður en þetta er léttir fyrir fjölskylduna engu að síður.
Nú ætti fólki að vera ljóst hvaða mann Nonni hefur að geyma.
Fríða Eyland, 24.6.2009 kl. 19:43
Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Það er léttir að svona maður er nú dæmdur og nú séð að þú og drengurinn þinn sögðuð sannleikann. Bestu kveðjur - Svanur
Svanur Sigurbjörnsson, 24.6.2009 kl. 21:06
Takk Svanur þetta er mikill sigur það er satt og þungu fargi létt af okkur
Fríða Eyland, 24.6.2009 kl. 21:08
Nú hef ég fengið 200 heimsóknir útaf þessar færslu en fáir þorað að tjá sig.
Fríða Eyland, 25.6.2009 kl. 18:59
Verð að bæta við dómnum í heild hér sést að lítið hefur verið fjallað um málið, Jón Sverrir Bragason var dæmdur þann 10. frétt á mogganum þann 24.
Dómurinn er hér
Fríða Eyland, 26.6.2009 kl. 03:38
Mér finnst að þú ættir að reyna að fá málið tekið upp aftur.
María Kristjánsdóttir, 26.6.2009 kl. 15:25
Já ég ætla að gera það en eftir stendur að sonur minn og ég viljum að ruv byrti frétt um að Jón S Bragason, hafi hlotið dóm þann 10. júní 2008
Þá geta þeir sem hafa dæmt hann son minn lygara og illa innrættan, kannski breytt hegðun sinni gagnvart honum.
Tveggja ára timabil eineltis og árása frá fullorðnu fólki er ekkert sem neinn unglingur þolir
Við viljum uppreisn æru
Fríða Eyland, 26.6.2009 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.