Er stjórnin að springa
7.7.2008 | 13:49
eða er það aðeins óskhyggja hjá mér, allavega get ég ekki séð neinn grundvöll fyrir frekari samstarfi stjórnarflokkanna.
Fyrir utan einstaka undantekningar stangast öll sjónarmið flokkanna á, ég hef fundið til með umhverfisráðherranum undanfarið það virðist sem hennar gildismat nái ekki fram að ganga í nokkru máli. Síðasta stjórn hafði búið þannig um hnútana að Helguvíkur og Húsavíkurvirkjun verða ekki stöðvaðar.
Eða það lítur út fyrir það en auðvitað vitum við að svo er ekki og er von á útlendingum til landsins fjórða árið í röð sem hyggjast mótmæla þessum fyrirhuguðu framkvæmdum. sjá hér
Er hagsæld okkar fógin í því að bræða ál ? Auðvitað skapast einhver störf við það en er eitthvað vit í að bræða það á íslandi ?
Af hverju er það ekki brætt í Ástralíu ? Í stað þess að sigla með áloxiið í kring um hálfan hnöttinn og bræða það hér væri nær að bræða það þarna niðurfrá. Ástralir ættu að smíða vindmillur úr álinu sínu og framleiða orkuna sem þarf til að bræða það.
það versta í þessu öllu er að félögin sem standa í samningum við landann eru glæpasamtök hafa skilið eftir sviðna jörð víða
Alcoa/ RioTinto/Alcan Sjá hér
Athugasemdir
Ég vil fá Sjálfstæðisflokkin í stjórnarandstöðu og að hann verði þar um ómuna tíð. Verst af öllu er að framsókn er bísna stór og Íhaldið og framsókn geta myndað nauman meirihluta.
því miður
Brynjar Jóhannsson, 7.7.2008 kl. 14:49
Það er ekkert að því að fá Sjálfst.flokkinn í stjórnarandstöðu um tíma, fróðlegt væri að sjá VG og Samfylkingu stjórna saman landinu, enginn veit hvernig þeir eru í dag nema að leyfa þeim að prófa, en ekki er það mín óskastjórn.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 15:00
Ég er sammála ykkur að það er kominn tími til að gefa þeim frí, stórhættuleg einkavæðing heilbrigðiskerfisins er dæmi um gerðir sjallanna sem eru í algerri andstöðu við vilja þjóðarinnar.
Fríða Eyland, 7.7.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.