Bið
30.4.2008 | 14:01
...held ég að hún heiti stytta ...er rétt hjá BSÍ... en mænir í átt að Háskóla Íslands. Áfram stelpur nú er um að gera að standa þétt, við bakið á hjúkrunnarfræðingunum sem verða, atvinnulausar 1.Maí. Kannski það sé kominn nýr tími, þar sem við neitum að beygja okkur undir tilskipanir evrópu -sambandsins. Látum mjálmandi ráðamenn fjúka og stjórnkerfið stokkað upp.
Ætla að einbeita mér að fegurðinni á morgun 1. maí, alheimsorkan er mér hugleikin.
Sumarið enn sem komið er napurt, ekkert nýtt né fréttnæmt svosem við það í sjálfu sér.
Blómin eru undur jarðar fegurðin er óneitanlega heillandi fjölbreytileikin mikill endalaus.
Það er ekki laust við að ég fyllist hreinni andagt þegar ég mæni á blómin...
Sóleyjar páskaliljur og steinbrjótar hvert öðru fullkomnara
,,
Athugasemdir
Fríða Eyland, 30.4.2008 kl. 14:23
Frábærar myndir
Gleðilegt sumar.
Kolgrima, 2.5.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.