uss...
27.3.2008 | 08:45
25.2.2008 | 00:42 F r é t t a t i l k y n n i n g Nr.: 10/2008 Efni: Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar 17. febrúar 2008 Stöðugleiki í efnahagsmálum er meginmarkmið ríkisstjórnarinnar enda stuðlar hann að auknum hagvexti og velferð til langframa. Við núverandi aðstæður er afar mikilvægt að sköpuð séu skilyrði fyrir því að vaxtastig geti lækkað. Kjarasamningar til þriggja ára sem grundvallast á hóflegum kauphækkunum og verulegri hækkun lægstu launa stuðla í senn að auknum jöfnuði og jafnvægi í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin er reiðubúin, á grundvelli stefnuyfirlýsingar sinnar, að grípa til víðtækra aðgerða í því skyni að greiða fyrir gerð slíkra kjarasamninga. Við vinnslu rammafjárlaga fyrir næstu fjögur ár mun ríkisstjórnin leggja 1. til grundvallar eftirfarandi markmið á sviði skattamála: \u0001 Persónuafsláttur hækki um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum, umfram almenna verðuppfærslu. Árið 2009 hækkar hann um 2.000 krónur, árið 2010 um 2.000 krónur og árið 2011 um 3.000 krónur. \u0001 Skerðingarmörk barnabóta verði hækkuð úr 100 þúsund krónum á mánuði fyrir einstaklinga í 120 þúsund krónur árið 2008 og 150 þúsund krónur árið 2009. Sambærilegar fjárhæðir fyrir hjón hækka úr 200 þúsund krónum í 240 þúsund krónur árið 2008 og 300 þúsund árið 2009. Tekjuskerðingarhlutföll vegna annars og þriðja barns verði jafnframt lækkuð um 1% árið 2008. \u0001 Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir frekari aðgerðum til lækkunar vöruverðs, einkum á matvælum. Sérstaklega verða skoðaðar frekari lækkanir á tollum og vörugjöldum. \u0001 Tekjuskattur fyrirtækja verður lækkaður úr 18% í 15% frá og með tekjuárinu 2008 sem kemur til framkvæmda álagningarárið 2009. 2. Unnið verður að stefnumótun í húsnæðismálum þar sem skyldur hins opinbera verða skilgreindar og verka- og kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga endurskoðuð með jafnræði milli búsetuforma og einstaklingsbundinn stuðning að leiðarljósi. Jafnframt mun ríkisstjórnin taka til endurskoðunar fyrirkomulag vaxtabóta og húsaleigubóta í samráði við aðila vinnumarkaðarins o.fl. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum í samstarfi við sveitarfélög: Húsaleigubætur hækki og verði hámarksbætur 46 þúsund krónur \u0001 á mánuði í stað 31 þúsund króna. Ennfremur hækki sérstakar húsaleigubætur og skilyrði fyrir þeim verði rýmkuð svo þær nái til fleiri heimila. Samanlagt geta almennar og sérstakar húsaleigubætur því numið 70 þúsund krónum á mánuði í stað 50 þúsund króna. \u0001 Aukinni eftirspurn eftir leiguhúsnæði verði mætt með rýmri veðheimildum á lánum til leiguíbúða og fjölgun lánsvilyrða með niðurgreiddum vöxtum til félagslegra leiguíbúða í 750 lán á ári í fjögur ár frá og með árinu 2009. \u0001 Ennfremur mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirtöldum aðgerðum: \u0001 Eignaskerðingarmörk vaxtabóta verða hækkuð um 35% á árinu 2008. \u0001 Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að stimpilgjöld falli niður vegna lána til kaupa á fyrstu fasteign. \u0001 Jafnframt verður komið á húsnæðissparnaðarkerfi með skattafrádrætti, fyrir einstaklinga 35 ára og yngri, til að hvetja til sparnaðar hjá þeim sem hyggja á fyrstu kaup eigin húsnæðis eða búseturéttar. 3. Atvinnuleysisbætur hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Jafnframt hækki tekjutengdar hámarksbætur um sama hlutfall. 4. Bætur almannatrygginga hækki í samræmi við gildandi lög. Þá mun nefnd á vegum félags- og tryggingamálaráðherra sem hefur það meginverkefni að gera tillögur um róttækar breytingar á almannatryggingakerfinu í því skyni að einfalda það skoða leiðir til þess að setja ákveðin lágmarksviðmið í framfærslu. 5. Samkomulag er milli samningsaðila að hefja uppbyggingu áfallatrygginga. Fyrirhugað er að leggja nýtt 0,13% launatengt gjald, áfallatryggingagjald, á launagreiðendur samkvæmt kjarasamningum aðila. Komi þetta til framkvæmda mun ríkissjóður leggja Endurhæfingarsjóði til sömu upphæð frá og með árinu 2009. Ríkisstjórnin mun í tengslum við þetta beita sér fyrir lagabreytingum sem tryggi að greiðslur úr Endurhæfingarsjóði, sjúkra- og fræðslusjóðum stéttarfélaga sem ganga til greiðslu kostnaðar við endurhæfingu, heilbrigðisþjónustu og tiltekna þjónustu fagaðila ásamt starfsmenntun og fullorðinsfræðslunámskeiðum sem staðfest hafa verið af menntamálaráðuneytinu teljist ekki til skattskyldra tekna hjá viðkomandi einstaklingum. Jafnframt mun ríkisstjórnin taka upp viðræður við aðila um samræmingu í skattalegri meðferð greiðslu kostnaðar úr þessum sjóðum vegna forvarna og starfsmenntunar 6. Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um eftirfarandi ráðstafanir og áherslur á sviði menntamála, með sérstakri skírskotun til menntunar fólks á vinnumarkaði með takmarkaða menntun: \u0001 Stefnt verði að því að eigi fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020. Markvisst verði unnið að því að skapa tækifæri og hvata til menntunar fyrir fólk sem er á vinnumarkaði og hefur takmarkaða menntun. Þá eru fyrirhugaðar umbætur á framhaldsskólastigi sem leiða til þess að fleiri finni sér námsleiðir við hæfi og ljúki skilgreindu lokaprófi á framhaldsskólastigi. \u0001 Í undirbúningi er löggjöf sem tryggir að allir hafi tækifæri til menntunar að loknu grunnskólanámi þar sem jafnræðis sé gætt varðandi kostnaðarþátttöku hins opinbera. Samræmi verður tryggt í fjárhagslegum stuðningi ríkisins við nám á framhaldsstigi, háskólastigi og við starfsmenntanám. Útlánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna verða yfirfarnar með \u0001 það að markmiði að gæta jafnræðis milli einstaklinga og hópa varðandi tækifæri til menntunar. Í samræmi við boðaða stefnu ríkisstjórnarinnar verður þess gætt að kostnaður nemenda á framhaldsskólastigi vegna skráningar- og efnisgjalda verði óverulegur og haldið í algjöru lágmarki. \u0001 Framlög til símenntunar og fullorðinsfræðslu sem nýtist fólki á vinnumarkaði verða aukin í jöfnum framlögum um 300 m.kr. á næstu tveimur árum. 7. Ríkisstjórnin mun skipa starfshóp með aðild aðila vinnumarkaðarins sem falið verði að kanna hvort og þá með hvaða hætti sé unnt að tryggja að starfsmenn með lögheimili hér á landi sem eru að störfum erlendis fyrir dótturfyrirtæki íslenskra fyrirtækja geti viðhaldið réttindum í íslenska velferðarkerfinu. 8. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir breytingum á skaðabótalögum í þá veru að meðábyrgð á vinnuslysum verði ekki felld á starfsmann nema tjónið verði rakið til ásetnings eða stórfellds gáleysis starfsmannsins. Reykjavík 17. febrúar 2008
Athugasemdir
Gaman að heyra frá þér Fríða mín...
Hins vegar hljómar þessi yfirlýsing eins og eitthvað grín í dag.....það væri hægt að skeina sér á þessu...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.3.2008 kl. 11:34
Já, miklir menn erum við Hróflur minn! Vont var þetta en verri er galtómur svipurinn í dag.
En fallegur borðinn hjá þér í fyrirsögninni.
María Kristjánsdóttir, 27.3.2008 kl. 20:55
þú seigir nokkuð Skorrdal ekki pappírsins virði, frekar en aurinn...uss. Þakka þér fyrir linkinn hef varla haft tíma til að fylgjast með öðru en reglum bankanna sem breytast daglega...uss
Sömuleiðis Krumma alltaf gaman að heyra frá þér, skeina sér eða ramma inn til áminningar...uss
...uss uss uss. María, þakka hólið ég vandaði mig við þessa...
Fríða Eyland, 28.3.2008 kl. 12:04
það vantar ekki að yfirlýsingarnar um allar betrumbæturnar þessi eða hinn flokkurinn ætlar sér að gera þegar þeir eru að míga utan í allt og alla rétt fyrir kosningar.. Enda er poli"tíkin" versta lóðatík allra tíka...
Vantar sko ekki yfirlýsingarnar en efndirnar er sko annað mál...
Gefum okkur að það sé atvinnuleysi ..það er það kanski ekki beint í dag en virðist samt eitthvað hafa minnkað eftirspurn eftir fólki í lægst launuðu jobbin og væri búið að manna.. (það var allavega það sem yfirmenn í stórmörkuðunum sögðu ekki fyrir löngu) ..
Í sambandi við menntun og endurmenntun afhverju ekki borga fólki sem samsvarar atvinnuleysisbótum á meðan það er í námi.?....
Þá eru allavega meiri líkur til að þessir einstaklingar sem minnstu auraráðin hafa færu frekar í nám heldur en að mæla göturnar og leiðast út í innbrot og dópneyslu og vændi ... Því ef að viðkomandi hefur ekki verið í vinnu þá á hann heldur ekki rétt á atvinnuleysisbótum.... Væri þá ekki betra að eiga til einstaklinga sem hefðu menntun í hinum ýmsu greinum þegar að atvinnuástand batnaði?
Segjum að heilu fjölskyldurnar hefðu ekki nema eina fyrirvinnu og það á lægstu laununum, hvernig á hún þá að fjármagna skólagöngu fyrir börnin sem hefðu farið í framhaldsnám ef að auraráðin væru meiri..
Þeir sem ekki hafa lokið framhaldsskóla hafa ekki eins mikinn séns á að fá vinnu þegar að atvinnu ástandið skánar...Fyrirtæki eru ekkert æst í að ráða fólk í vinnu sem hefur ekki lokið framhaldsnámi eða hefur verið atvinnulaust lengi ...
Það eru síðustu einstaklingarnir sem eru ráðnir (þekki það frá því að minn xx og bróðir hans áttu og ráku byggingarfyrirtæki) þetta voru því miður síðustu einstaklingarnir sem voru ráðnir...ekki fyrr en að það var alveg orðið vonlaust að fá einhvern annan...
Ef á að spara í þessu eyðslu þjóðfélagi sem er hér þá held ég að þetta yrði besti sparnaðurinn og besta uppbyggingin í þjóðfélaginu þegar til lengri tíma er litið ....
En íslenskir stjórnmálamenn eru frægir fyrir að horfa helst aldrei lengra nema 4 ár fram í tímann... Það kostar allt eitthvað en ég held að hafa menntakerfið svona og þá á ég við framhaldskólanám eftir að grunnskóla lýkur og ekki háskólanám....
En ef að einstaklingarnir myndu ætla að nota þetta menntakerfi (eins og ég vil hafa það) ja misnota..sem sé ekki mæta í skólann og vera ekki að sýna neinn árangur eftir hverja önn, þá yrði styrkurinn lækkaður, og ef að viðkomandi myndi ekki sýna árangur næstu önn á eftir, þá afnema þær....
Þá tel ég að þetta kerfi yrði náms hvetjandi og þjóðin eiga menntaða einstaklinga og það yrði meira jafnræði/rétti ef þetta yrði gert og við ekki eiga það á hættu að vera með fullt af fólki með enga menntun, sem ríkið yrði samt sem áður að styrkja eða væru algjörlega á framfæri féló... Þ
Það eru svo sem nokkur ár síðan ég skrifaði einhversstaðar um það hvernig menntastefnu ég vildi hafa..
En hvað finnst þér /ykkur um þessa hugmynd?
Agný, 3.4.2008 kl. 00:20
Issss.......
Sigríður Hafsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 21:16
Piss og pelamál...
Fríða Eyland, 7.4.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.