Já ég er týk


mikið hafði ég gaman af alvarlegri tölvubilun hjá Rúv í kvöld, hvað átti þetta að þýða "mæjó"  Ekki fleiri bandaríkjamenn  og bússinn frosinn með flaggið í bakgrunni ( eins og í áramótaskaupinu).,LoL heppinn ég að missa ekki af þessum. Ég fór í sturtu og þegar ég leit imbakassann aftur eða ölluheldur áður, ómaði Björk um íbúðina. Ekki amaleg skipti það, hvað með rúv er það fyrirbæri í einkaeign?? Allavega skaffar forstjórinn launin sín 1,5 millur + jeppi, stundum tekur Elín Hirst að sér lesturinn....  hún hundakellinginn sem sendi séfferinn út að skíta á smíðavellinum þjóðhátíðaskjálftasumarið 2000. Whistling

Afsakið útúrsnúninginn en þessi mynd kemur ávallt uppí hugann  enda eina myndin sem ég hef upplifað af henni.

Sendi þér kveðju Guttormur hvar sem þú annars ertWizard

 

Allavega er ég búin að eiga góða helgi, búin að hvíla mig vel og vandlega, hugsa og komast að niðurstöðu í nokkrum málum, til dæmis ætla ég ekki að spá fyrir fólki á blogginu meir í bili allavega, ég  tek ekki ábyrð á eigin göldrum. Spurning um fárhagslegt bolmagn hjá okkur á kleppi, ef ég væri milli þá væri ég ekki með þennan aumingjaskap.

OK ég sá fréttirnar nokkrir menn voru búnir að semja...hvað ha sjö þúsund á þremur árum... vááá bíddu í ertu að meina persónuafslátt uppá sjö þúsundkalla á þremur árum. Heyr og endemi 2300 krónur á mánuði! !!!!  og 5% ER ÞETTA GRÍN EÐA HVAÐ?

þETTA ER ALVEG ROSALEG HÆKKUN SÉRTAKLEGA FYRIR ÞÁ SEM ERU HÁLAUNAÐIR EN HVAÐ ER 5,5 % FYRIR SORPHIRÐANA OG ANNAÐ LÁGLAUNAFÓLK !!!!!!! Nú er að reikna 5,5% er á 150 kallinn 8000 fyrir skatt, 80, 000 fyrir rúvarann og fimmþúsund og fimmhundruð fyrir greyin sem eru á 100 kallinum. Kannski er ég ekki venjuleg en lánin hafa hækkað langt umfram þessar tölur ÉG ER AÐ MEINA ÞAKIÐ EÐA KOSTNAÐINN VIÐ AÐ HAFA ÞAK...

Kannski á að klappa og garga húrra fyrir samfylkingunni og Sjá-fó Wizard ekki ég- enda er ég búin að fá mig fullsadda af vitleysunni,  nenni þessu ekki lengur. Hverlags lögmál er það að stækka peningagjánna milli manna svo mikið að enginn komist yfir nema fuglinn fljúgandi ...komist yfir...

Þetta er allt af sama meiði, bendi að lokum á áhugaverð blogg sem ég hef verið að skoða um helgina

Góðar stundir 

Heart Heart Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ og takk fyrir síðast...gaman að heyra í þér, gott að þú hvíldist um helgina, já þessi launasamningar er einn stór brandari, svona aðgerðir hafa lítið að segja fyrir þá lægst launuðu, það þarf að gera miklu betur....

heyri í þér síðar... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.2.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Fríða Eyland

Já endilega Hrafnhildur

Fríða Eyland, 17.2.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Kolgrima

Ég skil ekki heldur þessa ánægju með kjarasamningana, ég held að hún hljóti öll að vera á annan veginn!

Kolgrima, 17.2.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Fríða Eyland

Held satt að seigja að þú hafir hitt naglann á höfuðið Kolgríma, einhliða ánægja

Fríða Eyland, 17.2.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekki búin að kynna mér innihald samninganna, en mun gera það á næstu dögum  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Fríða Eyland

 Ríkisstjórnin sendi þessa frá sér

F r é t t a t i l k y n n i n g 

Nr.: 10/2008
Efni: Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar 17. febrúar 2008
Stöðugleiki í efnahagsmálum er meginmarkmið ríkisstjórnarinnar enda stuðlar hann að
auknum hagvexti og velferð til langframa. Við núverandi aðstæður er afar mikilvægt að
sköpuð séu skilyrði fyrir því að vaxtastig geti lækkað.
Kjarasamningar til þriggja ára sem grundvallast á hóflegum kauphækkunum og verulegri
hækkun lægstu launa stuðla í senn að auknum jöfnuði og jafnvægi í efnahagsmálum.
Ríkisstjórnin er reiðubúin, á grundvelli stefnuyfirlýsingar sinnar, að grípa til víðtækra aðgerða
í því skyni að greiða fyrir gerð slíkra kjarasamninga.
Við vinnslu rammafjárlaga fyrir næstu fjögur ár mun ríkisstjórnin leggja 1. til grundvallar
eftirfarandi markmið á sviði skattamála:
 Persónuafsláttur hækki um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum, umfram almenna
verðuppfærslu. Árið 2009 hækkar hann um 2.000 krónur, árið 2010 um 2.000 krónur
og árið 2011 um 3.000 krónur.
 Skerðingarmörk barnabóta verði hækkuð úr 100 þúsund krónum á mánuði fyrir
einstaklinga í 120 þúsund krónur árið 2008 og 150 þúsund krónur árið 2009.
Sambærilegar fjárhæðir fyrir hjón hækka úr 200 þúsund krónum í 240 þúsund krónur
árið 2008 og 300 þúsund árið 2009. Tekjuskerðingarhlutföll vegna annars og þriðja
barns verði jafnframt lækkuð um 1% árið 2008.
 Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir frekari aðgerðum til lækkunar vöruverðs, einkum á
matvælum. Sérstaklega verða skoðaðar frekari lækkanir á tollum og vörugjöldum.
 Tekjuskattur fyrirtækja verður lækkaður úr 18% í 15% frá og með tekjuárinu 2008
sem kemur til framkvæmda álagningarárið 2009.
2. Unnið verður að stefnumótun í húsnæðismálum þar sem skyldur hins opinbera verða
skilgreindar og verka- og kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga endurskoðuð með
jafnræði milli búsetuforma og einstaklingsbundinn stuðning að leiðarljósi. Jafnframt mun
ríkisstjórnin taka til endurskoðunar fyrirkomulag vaxtabóta og húsaleigubóta í samráði
við aðila vinnumarkaðarins o.fl. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum
í samstarfi við sveitarfélög:
Húsaleigubætur hækki og verði hámarksbætur 46 þúsund krónur  á mánuði í stað 31
þúsund króna. Ennfremur hækki sérstakar húsaleigubætur og skilyrði fyrir þeim verði
rýmkuð svo þær nái til fleiri heimila. Samanlagt geta almennar og sérstakar
húsaleigubætur því numið 70 þúsund krónum á mánuði í stað 50 þúsund króna.
 Aukinni eftirspurn eftir leiguhúsnæði verði mætt með rýmri veðheimildum á lánum til
leiguíbúða og fjölgun lánsvilyrða með niðurgreiddum vöxtum til félagslegra
leiguíbúða í 750 lán á ári í fjögur ár frá og með árinu 2009.
 Ennfremur mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirtöldum aðgerðum:
 Eignaskerðingarmörk vaxtabóta verða hækkuð um 35% á árinu 2008.
 Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að stimpilgjöld falli niður vegna lána til kaupa
á fyrstu fasteign.
 Jafnframt verður komið á húsnæðissparnaðarkerfi með skattafrádrætti, fyrir
einstaklinga 35 ára og yngri, til að hvetja til sparnaðar hjá þeim sem hyggja á fyrstu
kaup eigin húsnæðis eða búseturéttar.
3. Atvinnuleysisbætur hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Jafnframt hækki
tekjutengdar hámarksbætur um sama hlutfall.
4. Bætur almannatrygginga hækki í samræmi við gildandi lög. Þá mun nefnd á vegum
félags- og tryggingamálaráðherra sem hefur það meginverkefni að gera tillögur um
róttækar breytingar á almannatryggingakerfinu í því skyni að einfalda það skoða leiðir til
þess að setja ákveðin lágmarksviðmið í framfærslu.
5. Samkomulag er milli samningsaðila að hefja uppbyggingu áfallatrygginga. Fyrirhugað er
að leggja nýtt 0,13% launatengt gjald, áfallatryggingagjald, á launagreiðendur samkvæmt
kjarasamningum aðila. Komi þetta til framkvæmda mun ríkissjóður leggja
Endurhæfingarsjóði til sömu upphæð frá og með árinu 2009. Ríkisstjórnin mun í
tengslum við þetta beita sér fyrir lagabreytingum sem tryggi að greiðslur úr
Endurhæfingarsjóði, sjúkra- og fræðslusjóðum stéttarfélaga sem ganga til greiðslu
kostnaðar við endurhæfingu, heilbrigðisþjónustu og tiltekna þjónustu fagaðila ásamt
starfsmenntun og fullorðinsfræðslunámskeiðum sem staðfest hafa verið af
menntamálaráðuneytinu teljist ekki til skattskyldra tekna hjá viðkomandi einstaklingum
teljist ekki til skattskyldra tekna hjá viðkomandi einstaklingum. Jafnframt mun
ríkisstjórnin taka upp viðræður við aðila um samræmingu í skattalegri meðferð greiðslu
kostnaðar úr þessum sjóðum vegna forvarna og starfsmenntunar
6. Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um eftirfarandi ráðstafanir og
áherslur á sviði menntamála, með sérstakri skírskotun til menntunar fólks á vinnumarkaði
með takmarkaða menntun:
 Stefnt verði að því að eigi fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar
starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020. Markvisst verði unnið að því að skapa
tækifæri og hvata til menntunar fyrir fólk sem er á vinnumarkaði og hefur takmarkaða
menntun. Þá eru fyrirhugaðar umbætur á framhaldsskólastigi sem leiða til þess að
fleiri finni sér námsleiðir við hæfi og ljúki skilgreindu lokaprófi á framhaldsskólastigi.
 Í undirbúningi er löggjöf sem tryggir að allir hafi tækifæri til menntunar að loknu
grunnskólanámi þar sem jafnræðis sé gætt varðandi kostnaðarþátttöku hins opinbera.
Samræmi verður tryggt í fjárhagslegum stuðningi ríkisins við nám á framhaldsstigi,
háskólastigi og við starfsmenntanám.
Útlánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna verða yfirfarnar með  það að markmiði
að gæta jafnræðis milli einstaklinga og hópa varðandi tækifæri til menntunar. Í
samræmi við boðaða stefnu ríkisstjórnarinnar verður þess gætt að kostnaður nemenda
á framhaldsskólastigi vegna skráningar- og efnisgjalda verði óverulegur og haldið í
algjöru lágmarki.
 Framlög til símenntunar og fullorðinsfræðslu sem nýtist fólki á vinnumarkaði verða
aukin í jöfnum framlögum um 300 m.kr. á næstu tveimur árum.
7. Ríkisstjórnin mun skipa starfshóp með aðild aðila vinnumarkaðarins sem falið verði að
kanna hvort og þá með hvaða hætti sé unnt að tryggja að starfsmenn með lögheimili hér á
landi sem eru að störfum erlendis fyrir dótturfyrirtæki íslenskra fyrirtækja geti viðhaldið
réttindum í íslenska velferðarkerfinu.
8. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir breytingum á skaðabótalögum í þá veru að meðábyrgð á
vinnuslysum verði ekki felld á starfsmann nema tjónið verði rakið til ásetnings eða
stórfellds gáleysis starfsmannsins.
Reykjavík 17. febrúar 2008

Fríða Eyland, 18.2.2008 kl. 01:49

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

er sem betur fer ekki hluti af þess, er með ágætis laun, og bý í samfélagi "ennþá" þar sem heilbrigðiskerfið er allt ókeypis, líka tannlæknakostnaður fyrir börn undir 18 ára. skólaganga er líka ókeypis.

fallegan dag til þin

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 08:01

8 Smámynd: Fríða Eyland

Gott að heyra Steina að þú hafir það gottt. Það er ekki uppá íslendinga logið að þrælslundin er okkar sterkasta hlið á undan skömminni.

Ég er ansi hrædd um að þetta verði samþykkt, eins og venjulega, vandamálið er kjörsókn er allt of léleg það er eins og fólk átti sig ekki á að það er að kjósa um sín kjör.

Ég hef margoft spurt fólk þegar það barmar sér yfir peningaleysinu,.. : Kaust þú í síðustu samningum ? Nei er því miður í meirihluta 

Sólskynskveðjur til Leiren 

Fríða Eyland, 18.2.2008 kl. 12:05

9 Smámynd: Agný

Ef að væri hætt þessu prósentu kjaftæði þegar er talað um launa hækkanir og haft krónur í staðinn þá yrði kanski eitthvað raunhæft...

Allavega er mikill munur á því að sá sem er með lægstu launin fái 5% hækkun og sá hæstlaunaði líka...bilið helst alltaf jafn breitt....Ísland verður sennilega fljólega þekktast fyirir "Launabils"gjána.... ...

Afhverju er t.d. ekki talað um að klippa aftan af krónunni núna x mörg núll eins og var gert um áramótin "80-"81... Miðað við verð á húsnæði núna og þá,  og á launum kassadömunnar..(var þá má segja eingöngu konur..)  þá væri raunhæf laun þar miljón á mán í dag......

Agný, 19.2.2008 kl. 02:16

10 Smámynd: Fríða Eyland

það er aldrei of seint að snúa við blaðinu og byrja uppá nýtt Agný,ertu að grínast miljón á mánuði ...þori ekki að láta mig dreyma um það...

 Ég er sammála þér í hverju orði nema að bilið helst ekki jafn breytt það breikkar hvert ár, til dæmis fengu héraðsdómarar "LEIÐRÉTINGU í fyrrasumar það var bætt 100.000 ca við mánaðar launin sem voru um 500.000 ef ég man rétt, allavega var ég að fá rúman 120 kallinn út á þessum tíma. Síðan mætti alveg fellaniður jólauppbót og fleira í þeim dúr niður hjá þeim hálaunuðu enda tekið inn eftir hugmynd um jöfnuð upphaflega fyrir þá lægst launuðu.. Nú eru jólauppbót greidd mörgum stéttum og er hún einnig þar tengd við hlutfall eða % þannig að þeir sem mest hafa fá alltaf meira... og krónubilið eykst.  

Fríða Eyland, 19.2.2008 kl. 02:45

11 Smámynd: Fríða Eyland

Var að aka Sæbrautina fyrir jólin 06, þá var jólauppbót þingmanna til umræðu á bylgjunni í bílnum Auðvitað jólin þeirra miklu dýrari en skrílsins

Fríða Eyland, 19.2.2008 kl. 02:51

12 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Held ekki að þetta breytist nokkurn tíma....

The rich stay rich and the poor stay poor...

Stórvægilegar breytingar gerast aðeins á aldafresti...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 04:15

13 Smámynd: Fríða Eyland

Lárus % hækkunin á laun, hófst ekki fyrir alvöru fyrr en í lok níunda áratugarins eða í kring um 1990, það verður að halda í vonina. Auðvitað er hægt að breyta þessu og laga til, enda er þetta bara skipting auranna sem um ræðir, ekki neitt náttúrulögmál.

Fríða Eyland, 19.2.2008 kl. 04:25

14 identicon

Við eigum að krefjast niðurfellingar á verðtryggingu, og það strax.  Ef það er of "erfitt", þá á að verðtryggja launin á móti.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:09

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æææ þetta eru deprimerandi umræður en sannar!

Edda Agnarsdóttir, 22.2.2008 kl. 15:13

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú þarft að fara að koma með nýja færslu yndið mitt, sakna þín. I Love You Flowers

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 17:55

17 Smámynd: Anna

Hæ. Takk fyrir að setja launasamninga á síðuna hjá þer. Þó ég bý ekki heima vil ég helst fylgjast með. Ég þarf að lesa þetta betur. En sé her nokkur atriði strax. Persónuafslátt 7000 kr á næstu 7árum. Alveg út í hött. Mætti hækka strax um 5000. Húsaleigu bætur ættu að vera fyrir alla. Engar upphæðir á leigu. Sama hvessu há eða lá leigan sé. Þarna er fólki mismunað. Barabætur eru miklu hærri á Norðurlöndum. Frænka mín bý í Noregi. Baramætur ættu tvímælalaust að vera borgað mánaðalega. Heldur en þetta rugl um 3 mánað bætur. Sem er úrelt og gamaldags. Og hvess vegna í óskunum er verið að lækka Tekjuskatt fyrirtækja??? Er það út af því að svo margir alþingismenn eiga fyrir tæki. Og eru að hugsa um hag sinn. Algjört hneygsli. Já matvæli, Ríkisstjórnin ætla að skoða þann málaflokk. Hvað þyðir þann með leyfi??? Eru að hugsa um hag matvælaeigendur hvað annað. Þeir lofuðu öllu fögru um lækkun matvæla en er matur á Íslandi hæstur í heimi. Ég flutti erlendis. Ég fekk alveg nóg af þessu rugli heima. Sömu fögru orðin frá Ríkisvaldinu ár hvert. Loforðin hafa nú verið mörg en lítið hefur nú breyst. Sami verðbólgu draugurinn sama stressið að ná endum sama. Sama vinnuþrælkun og fyrr sama vaxtaokrið og áður. Ég get ekki sé að nokkuð hafi breyst á þessum 10 árum síðan ég tók þá ákvörðun að koma mer í burtu frá þessu rugli. Það er ágætt að koma í heimsókn en ég mun aldrei flytja aftur heim. Hvert sinn sem ég kem heim kvarta ættingar og vinnur um ástandið heima sem breytis ekki. Ísland er mjög fallegt land en maður lífir ekki á fegurðini einni saman. Ég ber alla virðingu fyrir þeim sem vilja búa á Íslandi en allir hafa valið.

Anna , 24.2.2008 kl. 12:41

18 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Flower

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.2.2008 kl. 19:32

19 Smámynd: Fríða Eyland

Jamms Edda, satt er það.

Gullvagn, trygging sem er samtrygging verður töluð út úr kortinu með krafti istana sem kenndir eru við kapítalið, okkur jafnvel til sönnunar sýnd súlurit á eigin tapi við niðurfellinguna. Það vantar ekki kraftinn í pennana þar á bæ, allir pípandi.

Ásdís ég veit, var að sauma...

Fríða Eyland, 25.2.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband