Alnæmissjúkum fer fækkandi, sjö miljónir milli ára
1.12.2007 | 19:35
SÞ telja að um 33 milljónir manna séu smitaðir af HIV-veirunni
*Erlent | mbl.is | 20.11.2007 | 09:58 //
Sameinuðu þjóðirnar hafa endurskoðað tölur sínar yfir þá sem eru smitaðir af HIV-veirunni í heiminum á þessu ári. Samtökin segja að 33 milljónir séu smitaðar en ekki um 40 milljónir líkt og upphaflega var áætlað. Að sögn sérfræðinga má rekja breytinguna að mestu til endurskoðaðra talna í Indlandi. Hlutfallið milli nýrra einstaklinga sem hafa smitast og þeirra sem látast af völdum sjúkdómsins fer lækkandi. Þrátt fyrir þetta koma um 6.800 ný tilfelli í ljós á hverjum degi og yfir 5.700 manns látast af völdum sjúkdómsins daglega. Vandamálið er langmest í Afríku en nýjum tilfellum fjölgar mest á sumum stöðum í Asíu. Peter Piot, sem er yfirmaður alnæmisvarnastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNAids), segir að skýrari mynd fáist af alnæmisfaraldrinum með betri upplýsingum. Menn sjái bæði hindranir og þau tækifæri sem séu framundan. Það er engin spurning að við erum farin að sjá fjárfestinguna skila sér til baka. En við verðum að herða róðurinn svo við getum dregið verulega úr áhrifum HIV-veirunnar um allan heim, sagði Piot. Fréttavefur BBC greindi frá þessu.
Merkilegt að 20 % fækkun milli ára fái ekki meiri umfjöllun, um þennan mikla árangur...
Gullvagnin var með góða og fróðlega færslu um Alnæmi fyrir nokkrum dögum, þar sem lyfjaframleiðendur eru títtnefndir
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2007 kl. 16:11 | Facebook
Athugasemdir
Páll á Ruv var að seigja " Alnæmissjúkum fer fjölgandi um allan heim" ég er alveg hætt að skilja tölur omg
Fríða Eyland, 1.12.2007 kl. 19:40
bíddu.. ???? fer þeim fjölgandi eða fækkandi ?
Brynjar Jóhannsson, 2.12.2007 kl. 12:25
þessi grein er frá 2005
mbl.is | 01.12.2005 | 08:14Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag en rúmar 39 milljónir manna eru smitaðar HIV-veirunni, sem veldur alnæmi, í heiminum nú. Tveir af hverjum þremur HIV-smituðum býr í löndunum suður af Sahara eyðimörkinni í Afríku. Hefur sjúkdómurinn breiðst hraðar út meðal kvenna þar en karla. Konur eru nú tæpur helmingur smitaðra í heiminum. Alnæmi varð rúmum þremur milljónum manna að bana í fyrra en veiran breiðist nú hraðar út í Austur-Asíu, Austur-Evrópu og mið-Asíu en öðrum svæðum heimsins.
þessi grein ersem sagt frá 2005 og er með 39 milljónir, 2006 sjá færslu að neðan er talan rúmlega fjörtíu miljónir og nú 33 miljóni, þarna sé ég fækkun uppá sjö miljónir. Sem til gamans má benda á að er stór hópur, síðan er fleira sem erfitt er að skilja í nýustu fréttinni sem er hér að ofan //Þúsundir Indverja komu saman á fjöldafundi í dag í norðaustur-Indlandi í tilefni af deginum. Meðal þeirra var Jahnabi Goswami, fyrsta manneskjan í norðaustur-Indlandi til þess að viðurkenna að hún væri smituð af HIV-veirunni árið 2003, og ein mesta baráttumanneskjan gegn sjúkdómnum þar í landi. Voru tugir alnæmissmitaðra með henni í för. Útbreiðsla HIV-veirunnar, sem veldur alnæmi, er hvergi meiri en í Suður-Afríku og næstmest í Indlandi. Rúmar fimm milljónir manna eru smitaðar af veirunni í Indlandi öllu. Sagði frá þessu á fréttavef BBC.
Hlutfallið milli nýrra einstaklinga sem hafa smitast og þeirra sem látast af völdum sjúkdómsins fer lækkandi. Þrátt fyrir þetta koma um 6.800 ný tilfelli í ljós á hverjum degi og yfir 5.700 manns látast af völdum sjúkdómsins daglega. Sem þýðir fjölgun uppá 1.100 nýja alnæmissjúka á dag og fjölgunin á ársbasis 4.150.000...
Fríða Eyland, 2.12.2007 kl. 18:47
Sæll Jón og takk fyrir innlitið , ég veit að þessar tölur eru áættlaðar af SÞ en af hverju þessi lækkun nú? Jú svarið er "Indland" þar var of áætlað, hvenær hófst sú ofáætlun ég er ekki alveg viss um að þeir sem sjá um áætlanirnar hafi verið mörg ár að átta sig!
Samt getur það verið, en miðað við matreiðslu á fréttum undanfarin ár þá leyfi ég mér að efast að þessar tölur séu yfirleitt marktækar. Annars er ég nú bara íslensk og heimsk miðað við það og er mér fyrirmunað að sjá sjö-miljón-manna-hóp fyrir mér en finnst skekkjan skrítin. Get viðurkennt að stundum veit ég ekki hvað ég á að halda. Þessi færsla Gullvagnsins ruglaði mig og þá ekki síst athugasemdirnar...
Annars var ég bara að vekja athygli á þessum sjúkdómi í tilefni dagsins en hann er mér hugleikinn...
Fríða Eyland, 3.12.2007 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.