Að...............................................skrifa
29.9.2007 | 19:30
Að skrifa blogg er ekkert grín, allt sem inn er komið er komið til að vera nema það sem hverfur en það er sjónhverfing og blekking ein.
Ég til dæmis er alger aumingi að skrifa ekki undir nafni.....smá eftirsjá þar en hvað um það, það er líka blekking, ekki eftirsjáin heldur nafnleyndin.
Ég er afskaplega spéhrædd og léleg í stafsetningu og málfræði, ef ekki væri púkinn þyrði ég ekki einu sinni koma með athugasemdir, en þar hef ég verið mun duglegri en að rækta mitt eigið blogg.
Svo er annað að ég fór ekki að lesa bloggið fyrr en mánaðarmótin júlí ágúst........ég les mikið þrátt fyrir getuleysi á ritvellinum..........og ég las og las fannst erfitt að lesa án þess að kvitta ...fór að kvitta og....smá saman að koma mínum sjónarmiðum á framfæri hjá hinum og þessum.....þar sem umræðan kveikti í mér eða þakka fyrir mig eftir atvikum.
Það sem kom mér mest á óvart hvað það eru margir góðir bloggarar ég var ekki að plata þegar ég sagði að ég byrjaði að lesa blogg fyrir tveim mánuðum ég hafði aldrei lesið blogg fyrr, nema í dagblöðum, taldi að þetta væri aðeins fyrir krakka og einmanna fólk. Annað sem kom mér á óvart er hvað fólk er ófeimið og innilegt hérna í netheimum, en umfram allt fjölbreytt, sem er það allra besta.
Það er margt í mörgu og sjónarmiðin margvísleg.
Sumir þora að skrifa um sitt daglega líf og margir eru frábærir í þessu koma auga á spaugilegu hliðar daglega lífsins og ná að koma þeim frá sér á óviðjafnanlegan hátt. Þessu þori ég ekki, nei engan veginn enn, en dáist af þeim sem þora..
Auðvitað veit ég að það er ekki hægt að skrifa athugasemdir ef að engar væru færslurnar, en á meðan það eru margir bloggarar að blogga um áhugaverð mál, sé ég að það engin ástæða fyrir mig að vera að blogga neitt bara að blandast umræðunni.......hvað með það.
Samviskan er að drepa mig talandi í hringi, bloggið hefur náð taki á mér ég sem ætlaði alltaf að vera óháð öllu, ræð ekki neitt við neitt. Ég hefði átt að vita betur og halda mig fyrir utan þetta.....þar sem ég er bæði spéhrædd og lélegur penni sem kann ekki fingrasetningu.......Skrifa ég ekki færslur.
Bloggar | Breytt 3.12.2007 kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)