Ljósmyndir
11.12.2007 | 23:00
Þann 4. des voru skýin ómótstæðileg í stormi við sólarupprás, ég tók nokkrar myndir og setti inná bloggið mitt, síðan er liðin viðburðarrík vika. það varð jólalegt í bænum þegar að snjórinn kom en ég komst nú ekki í jólagírinn við það eitt að það snjóaði þó mér finnist fagur yfir að líta.
þannig er að ég er ekkert hrifin af kuldanum, er skræfa en lét mig hafa það að taka nokkrar myndir krókloppin.
Gamall vani hjá mér að kíkja í Laugardalinn þar er svo fagurt yfir að líta að ég fyllist andakt.
Sólin er lágt á lofti þessa dagana.
Fann fyrir smæð minni og depurð, fylltist þakklæti fyrir lífið og hugsaði það kemur aftur sumar með hita, blómum og litadýrð.
Þegar ég var barn átti ég uppáhaldsblóm hádegisblóm eru þau kölluð, þá vissi ég ekki að þessi litríku blóm væru villiblóm frá sunnanverðri Afríku. Með aldrinum hefur aðdáun mín ekki minkað á hádegisblómum en uppáhalds eru öll blóm, þó að aðdráttaraflið sé misjafnt eftir tegundum. Eins er með fuglana ég elska þá og dáist af þeim, vildi óska að ég gæti flogið eins og þeir.
Krummarnir voru útum alla borg, þeir eiga stað í þjóðarsálinni enda leit að skemmtilegri fuglum.
Um helgina var enn fagurt í borginni, manngerðir hverir skörtuðu sínu fegursta í morgunsárið
Á sunnudag hitti ég bloggvini mér til mikillar ánægju og yndisauka. Þá var dumbungur í loft tijökullinn var sjálflýsandi í norðri.
Guð hvað mér verður kalt við að horfa á þessar!
Álverið, Keilir og musteri Búdda voru rómantískar á að líta eins og Jesúmyndir.
Aðventukveðja
Bloggar | Breytt 17.12.2007 kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)