Matvara hækkar, eldsneyti á enn eftir að hækka ................
8.11.2007 | 22:12
...seigja þeir í blöðunum að sé óhjákvæmilegt
þeir eiga jú blöðin og búðirnar og vita hvernig á að stjórna hjörðinni. Ekki í fyrsta sinn að við kyngjum hækkunum við eru nú einu sinni þrælslundaðasta þjóð í heimi. Nú er svo komið að eigendur íslands hika ekki við að seigja okkur að allt sé að hækka eins og venjulega spyrjum við ekki af hverju ? Allt hækkar þegar krónan er stöðug...!!!
Við tölum saman það vantar ekki og hneykslumst á að allt hækkar og hækkar nema lægstu launin enda er okkur sagt að þau valdi launaskrið, þegar launin reiknast í prósentuhækkunum og allur píramídinn þenst út þegar yfirbyggingin ótrúlega verður að fylgja í kjölfarið. Ég man í sumar þegar héraðsdómarar fengu launahækkun er nam lágmarkslaunum hjá eflingu og líka þegar jólauppbót þingmanna komst í fréttirnar. Hún var margföld miðað við uppbót verkamannsins sem hún var upphaflega hugsuð fyrir vegna þess að verkafólk átti ekki öðruvísi fyrir jólunum og á ekki enn. "Svona er ísland í dag" mjálmar þjóðin, er ekki fara fram á hugarfarsbreytingu og afnema þessa bévítans % - u hækkanir og bætur til hátekjufólks sem ekkert gera nema auka misréttið í landinu.og..
Mótmælum öll sem eitt, nei það gerum við ekki, það stendur ekki í blaðinu. Þó að dollarinn lækki þá hækkar samt eldsneytið umfram heimsverðið sem er dollara tengt, merkilegt. Hugsum að svona hefur þetta alltaf verið og aldrei breytist neitt, gerum ekkert það eru jú spes fólk sem mótmælir og það er að baktalað og öðrum víti til varnaðar í háðunginni, enda er ekki hægt að misbjóða landanum.
Svo erum við líka flottari með byrðarnar á hausnum og herðunum, KB banki kom með nýtt útspil sem snúast um yfirtökur lána. Mjá mjá heyrist okkur, auðvitað hvað annað ætti það svo sem að vera frá okkur mjáurunum, okkur munar ekkert um að borga meira en aðrar þjóðir láta bjóða sér. Hvað með það þó íslenska lambalærið kosti minna í BNA en hér það hljóta að vera flutningsgjöldin sem plús þegar vara er flutt inn og mínus þegar vara er flutt út, hvað seigja blöðin ?
Við ættum nú ekki annað eftir en að eftir en að vera með leiðindi rétt fyrir hátíð ljóss og friðar nei frekar að fagna með þeim sem stjórna og vera alltaf stolt af öllu á Íslandi...
....Góðar stundir og gleðilegar...
Bloggar | Breytt 3.12.2007 kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
BREYTTIR TÍMAR!!!!!!!!
8.11.2007 | 19:38
Sjónvarp | Breytt 3.12.2007 kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)