54%
18.10.2007 | 14:21

Í blaðinu í dag er frétt um kynjahlutfall í nefndum og ráðum nýju borgarstjórnarinnar, sett fram á skemmtilegan hátt svona borgarstjórnar-tré á bls.6.
Ég hef verið að rýna í hlutföllin mér til ánægu er tréð samtals 54% kvk og þá 46% kk
Dagur er efstur borgarstjórinn, hann dregur vagninn með Svandísi, sem er staðgengill borgarstjóra þarna er eitthvað nýtt á ferðinni og óska ég þeim til hamingju og velfarnaðar. Svandís er í annarri rim ásamt Margréti og Birni, Margrét er forseti og Björn formaður borgarráðs.
Síðan er nefndunum raðað smekklega fyrir neðan hvert og eitt embætti... eins og lauf á tré fjöldamörg. Ég lét augað renna niður með trénu og skoðaði hlutfalls táknin kona/karl og snarstoppaði við 7/0, konum í vil, hvaða ráð er þetta ? Leikskólaráð er þetta jafnrétti vá hugsað ég og fór að rýna betur í hverjar þessar konur eru, og fannst dáldið fyndið að Ragnar Snær úr x-d er þarna á meðal, smá röskun á málvitundinni, trúlega prentvilla heheh. Næsta stopp var framkvæmdasvið 1/6 körlum í vil er þetta jafnrétti, hvar eru konurnar ætla þær bara að taka ábyrgð í leikskólamálum og engum framkvæmdum?
Mannréttindanefnd er 5/0 100% konur eins og í leikskólaráði er þetta jafnrétti, en félagsmálin eru fleiri þar sem konur eru í fáránlegum meirihluta, menntaráð 6/1 er líka hlutfallslega undarlegt miðað við 50/50 eða 54/46. Hvað skildu þá karlarnir vera á trénu annarstaðar en á framkvæmdaráði? þeir eru í Orkuveitunni reykjavíkur, Faxaflóahöfnum 2/3 og Íþróttaráði 1/6..það er nebblega það.
Það hryggir mig að horfa á þetta tré þar sem hlutföll kynjanna eru jöfn að konurnar hafi ekki stappað niður fótunum og lagað innri hlutföllin í ráðunum. Það er einnig sorglegt að sjá 100% konur í ráðum, konum sem berjast fyrir jafnrétti og gefa sig út fyrir þá skoðun. Þetta var einu sinni á hinn veginn og karlar réðu öllu þess vegna er vont að horfa uppá konur spila illa úrþví sem þær hafa í hendi þegar rétt er gefið.
Áfram stelpur stokkið aðeins upp í þessu
Dægurmál | Breytt 3.12.2007 kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)