Ljósmyndir


Þann 4. des voru skýin ómótstæðileg í stormi við sólarupprás, ég tók nokkrar myndir og setti inná bloggið mitt, síðan er liðin viðburðarrík vika. það varð jólalegt í bænum þegar að snjórinn kom en ég komst nú ekki í jólagírinn við það eitt að það snjóaði þó mér finnist fagur yfir að líta.

 

 

þannig er að ég er ekkert hrifin af kuldanum, er skræfa en lét mig hafa það að taka nokkrar myndir krókloppin. 

Gamall vani hjá mér að kíkja í Laugardalinn þar er svo fagurt yfir að líta að ég fyllist andakt.

 Sólin er lágt á lofti þessa dagana.

Fann fyrir smæð minni og depurð, fylltist þakklæti fyrir lífið og hugsaði það kemur aftur sumar með hita, blómum og litadýrð. 

 Þegar ég var barn átti ég uppáhaldsblóm hádegisblóm eru þau kölluð, þá vissi ég ekki að þessi litríku blóm væru villiblóm frá sunnanverðri Afríku. Með aldrinum hefur aðdáun mín ekki minkað á hádegisblómum en uppáhalds eru öll blóm, þó að aðdráttaraflið sé misjafnt eftir tegundum. Eins er með fuglana ég elska þá og dáist af þeim, vildi óska að ég gæti flogið eins og þeir.  

 

Krummarnir voru útum alla borg, þeir eiga stað í þjóðarsálinni  enda leit að skemmtilegri fuglum.

 

 

Um helgina var enn fagurt í borginni, manngerðir hverir skörtuðu sínu fegursta í morgunsárið

 

 Á sunnudag hitti ég bloggvini mér til mikillar ánægju og yndisauka. Þá var dumbungur í loft tijökullinn var sjálflýsandi í norðri.

 Guð hvað mér verður kalt við að horfa á þessar! 

  Álverið, Keilir og musteri Búdda voru rómantískar á að líta eins og Jesúmyndir. 

 Aðventukveðja  Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir síðast Fríða mín, þetta var yndislegt stund sem við endurtökum auðvitað fljótlega á nýju ári.

Myndirnar þínar eru dásamlegar og jökullinn hreint ævintýralegur

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Fríða Eyland

Takk sömuleiðis Jenný, ég hlakka til að hitta ykkur aftur

Fríða Eyland, 11.12.2007 kl. 23:22

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegar myndir, takk, takk.  Hádegisblóm hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 23:56

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þú tekur svo skemmtilegar myndir Fríða..... fæ mikið útút því að skoða þær, kem suður í jan, var að spá hvort það væri ekki tilvalið að hafa hitting eins og var á síðasta sunnudag, var með ykkur í anda komst því miður ekki í þetta sinn. Er sjálf að leyta að jólastuði, sakna þess að finna svona lítið fyrir því.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.12.2007 kl. 00:28

5 Smámynd: Fríða Eyland

Takk Ásdís mín og Krumma við söknuðum þín mikið og miðum við að hittast þegar þú kemur í bæinn, hafðu ekki áhyggjur af jólastuðinu það skilar sér á Þorláksmessu í síðasta lagi. Kveðja

Fríða Eyland, 12.12.2007 kl. 01:25

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Dásamlegar myndir!!! Þvílík stemning of fegurð. Meira að segja álverið myndast vel, svona undir Keilinum haha

Bestu jólastemningskveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:06

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér datt nú bara Mikki í hug, las bók þegar ég var barn, sem heitir Mikki myndasmiður.

Þú ert djés....... góð, hvenær fæ ég að sjá þig?

Ég er aldeilis búin að opinbera mig, enda fer frekar lítið fyrir mér í dag. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.12.2007 kl. 18:36

8 Smámynd: Jens Guð

Vá! Frábærar myndir.

Jens Guð, 13.12.2007 kl. 01:04

9 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Loksins þessar erilsömu vikur bloggvinir heimsóttir.  Og mikið var gott og fallegt að sjá allar þessar myndir þennan morgun. Takk fyrir mig.

María Kristjánsdóttir, 14.12.2007 kl. 06:38

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól og hafðu það sem allra best.   3D Santa 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:18

11 Smámynd: Bara Steini

Jólakveðjur og áramótabrussugangur til þín kæra Fríða og þakkir fyrir allt það liðna og óliðna.

Bara Steini, 24.12.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband