Skora á blaðamenn landsins eða landsmenn alla til að hugsa tvisvar

og reikna í huganum þegar kemur að einkaþotuleigunotkun hins opinbera.

Hvað kostar að fljúga með áætlun miðað við að spara tíma, skrifstofan talar um áttahundruð þúsund meira að leigja vel en á móti sparast tími.

Af hverju er áttahundruð þúsund ekki bara það sem pakkinn kostar en ekki miljónir. Af hverju verða tölurnar allt aðrar en þegar við hin ferðumst til útlanda, ég treysti mér til að ferðast fyrir allt aðrar tölur allavega.

Af hverju látum við sem við trúum dellunni eins og nýju neti.

Gagnrýnisraddir gersat háværar um að     seðlabankastjórnin seigi af sé, hvað gerist næst er spennandi. Talað er um að fagmaður í hagfræði sé skynsamlegur kostur, ég er sammála því að fagfólk sé nauðsynlegt á flestum sviðum ekki síst í háum ábyrgðarmiklum embættum.

Það er ekki nóg með að ráðamenn og stjórnendur sýni skrílnum hroka, heldur verða samstarfsmenn ekki síður fyrir þessari hegðun, fólk sem situr í ráðum og nefndum hafa ítrekað kvartað um stefnu og upplýsingaleysi.

En hvað er til ráða veit ég ekki. Hvernig væri hugarfarsbreyting, góð hugmynd ? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Til hvers er þjóðin að eyða milljörðum í menntun fólks, ef ekki á að nýta hana til hagsmunar fyrir þjóðina?

Eða eiga gamlir stjórnmálamenn að geta ráðið sig á eftirlaunum, í stöður innan opinbera-geirans eftir að verða BURTRÆKIR frá Alþingi, í svo sem stöður SKURÐLÆKNA í Háskólasjúkrahúsi án þess að hafa til þess fullnægjandi menntun?

Seðlabankastjóri og vinir hanns innan bankastjórnarinnar, sem siglt hafa þjóðarskútunni í strand hafa ekki fengið menntun til að stýra fleytunni og ekki er von á góðu...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.4.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er ábyggilega fílustrumpur þessa dagana, er leið á stjórnmálamönnum og finnst þeir ekki vera að standa sig, meira að segja Sólrun sem ég hélt að mundi nú vera doldið hvöss hefur brosað vinstri/hægri síðan Geir kyssti hana.  Sástu hana þegar hún var hjá Condolisu Rice, sú var eitthvað með hlákulegt bros og hefði samþykkt að selja ömmu sína á þeirri stundu sem myndavélin skannaði Rice við að hrósa Íslendingum, fyrir það hvað við værum góðir og miklir stuðningsmenn og góðir vinir 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 16:51

3 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér og Ásdísi.

Halla Rut , 16.4.2008 kl. 18:07

4 identicon

Halelúja (=sólin er risin)

Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 10:25

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Flott mynd af Helga - hann er hetja.

Skil ekki svona reiknisdæmi sem þú ert að tala um!

Edda Agnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:29

6 Smámynd: Kolgrima

Hugsa til þín

Kolgrima, 21.4.2008 kl. 14:05

7 Smámynd: Anna

Skiltið sem hann heldur á segir nú allt.......................

Anna , 23.4.2008 kl. 04:47

8 Smámynd: Anna

Það er talað við almenning eins og hann kann ekki neitt,veit ekki neitt og skilur ekki neitt. 2+2=5 það hlítur bara að vera.................

Anna , 23.4.2008 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband