Væri ekki nær að skoða árangurinn

Eftir því sem ég best veit fer ungum fíklum fjölgandi, kannski er komin tími á endurskoðun aðferða sem ekki eru að skila árangri. Getur verið að þessar kynningar séu þess eðlis að þær vekja forvitni um eiturlyf og umhugsun sem var ekki til staðar fyrir kynningu.

Á Vogi er aukning ár frá ári, er það árangur ? eða ber það árangur mér er spurn ef svarið er stöðug aukning get ég ekkert annað en litið á það sem lélegan  árangur.

Þetta myndband inniheldur viðtal við fyrrverandi fíkniefna lögreglu ég sá það fyrir nokkrum dögum hjá Alfreð Símonarsyni bloggvini mínum, mæli með því vegna þess að það er hreinlega magnað hvað maður sem sem þekkir þessi mál út og inn hefur til málanna að leggja.

Fanny Kiefer interviews LEAP founder Jack Cole in Vancouver, Canada, Februrary 5, 2008

  www.leap.cc/cms/index.php?name=Web_Links&l_op=visit&lid=134

 

Á sama tíma og  sparað er í geð- geiranum og útigangsfólki fjölgar fer aukið fjármagn ár frá ári til í meðferðarúrræði, dálítið öfugsnúið finnst mér einhvernvegin að þeir sem mesta þörfina hafa eru  hunsaðir af kerfinu.

Í mínum huga er þessi auglýsing léleg,

Góðar stundir 

 


mbl.is Ungmenni ánægð með forvarnarstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já það er byrjað á öfugum enda, svona er þetta líka hérna í dk. það getur maður séð á þeim óeirðum sem eru hérna hjá ungu fólki sem líður ekki nógu vel, og hefur ekki fengið þann stuðning sem þeim ber þegar á þarf að halda.

Bless í daginn kæra kona

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Fríða Eyland

Steina, börnin ganga í skóla til að læra, þau leggja af stað fróðleiksþyrst og glöð í hjarta trúa að þau geti lagað heiminn og breytt til batnaðar, því miður einhverstaðar á leiðinni dofnar þessi góða- sanna tilfinning og þau missa áhugann og lesa aðeins fyrir próf. Skapandi hugsun er lítið sem ekkert ræktuð.

Fríða Eyland, 27.2.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sonur minn var að koma úr Götusmiðjunni í gær eftir 85 daga dvöl þar og með góðan árangur í farteksinu og mikinn vilja til að standa sig.  Það sem er mjög algengt á þessum stað virðist vera að börn gefast bara upp og hætta, það hafa margir farið inn og út, og þannig fullnytist aldrei ferlið. Það er ekki hægt að nauðungarvista.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 13:02

4 Smámynd: Bara Steini

Það er svo mikið vandamál að þegar krakkar koma í bæinn úr meðferð þá er sjaldan fylgt vel eftir til að fólk komist nú inn í "samfélagið" Laga þarf það að mínu mati og virkja fólk betur í þeim aðstæðum.

Bara Steini, 27.2.2008 kl. 20:39

5 Smámynd: Fríða Eyland

Já það er margt sem hægt er að gera Steini en hvað er í boði? trúfélög og fundir eru það eina sem er í boði kannski eitthvað meira sem ég veit ekki um.

Ásdís ég vona að sonur þinn finni rétta leið,  það besta sem hann getur gert er að stefna að því sem hann hefur áhuga á, þá kemst hann langt. 

Fríða Eyland, 27.2.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Bara Steini

Það er nefnilega ekki margt því miður. Fundir og trúfélög laga ekki allt það sem þarf að laga. Bara að koma fólki afstað inní annaðhvort skóla eða vinnu með stuðingsneti frá Von og Vogi. En það er víst ekki margt annað í boði og ennverra er að það er að fækka meðferðarheimilum á landinu...

Bara Steini, 27.2.2008 kl. 21:34

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þeim hefur vantað klapp á öxlina.... það er lítið nýtt að gerast í forvarnarmálum og það litla sem er að gerast er gert af hugsjónafólki

Heiða B. Heiðars, 28.2.2008 kl. 00:15

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég hef svo mikla skoðun á þessu málefni, að ég þyrfti daginn og dagana þar á eftir til að tjá mig.

Agaleysið byrjar heima, svo tekur skólinn við, og viðheldur agaleysinu, síðan ríki og bær, sem setur upp pappa löggur í stað þess að manna lögregluna betur.

Forvarnirnar eiga að byrja heima, skólinn á að sjá um að viðhalda og endurbæta, síðan eiga stjórnvöld að forgangsraða rétt.  Fjárfesta í ungviðinu, sjá til þess að umhverfi þeirra séu jákvætt.

Auðvitað eru til frábærir foreldrar, og þeir eru fleiri en hinir, einnig með skólana, þeir hafa á að skipa mörgu ágætu fólki, en en en,  en,

Ef forvarnir fara ekki fram heima, með góðu eftirliti, góðu fordæmi, þá gagnast auglýsingar af því tagi sem þú nefnir, ekki neitt. 

Mér hleypur kapp í kinn, þegar ég hugsa um þessi mál. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2008 kl. 11:49

9 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég vill benda á að á meðan þessi eyturefni eru bönnuð þá hefur svarti markaðurinn mun meiri tök! Krakkarnir koma kanski endurnærðir til baka úr meðferð með lífsglampa í augum. Þegar þau fara aftur í skólann sjá þau að það er bara enn auðveldara að redda sér sterkum fíkniefnum heldur en sígarettur eða áfengi. Ef fíkniefni verða lögleidd hrynur svarti markaðurinn og einnig hverfa krakkarnir úr markaðshópi þeirra. Það er svona mikið af dópi út af því að topparnir, þessir sem hafa aldrei farið í fangelsi, gefa skipun á að ná krökkum sem yngstum. Þetta er vegna heimskulegra lagasetninga sem vinna sguggalega mikið fyrir svarta markaðinn. Meita um þetta herna www.leap.cc

 Ég hef bloggað um þetta mál áður:

Talsmaður LEAP Peter Christ talar við South Portland Rotary klúbbinnTil mynningar um Judge Eleanor Schockett, ein af forustumönnum WWW.LEAP.CC, Megi ljós hennar skýna af eilífuTommy Chong úr dúóinu Cheech and Chong

Kær kveðja Alli 

Alfreð Símonarson, 28.2.2008 kl. 16:45

10 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Persónulega finnst mér siðlaust og ljótt af trúfélögum að veita þennan svokallaða 'stuðning' sem er ekkert nema níðsla á fólki - trúboð þegar það er veikt fyrir.

Ég held að það sterkasta sem fólk getur gert til þess að koma sér úr neyslu sé að eyða tíma með fjölskyldu og kunningjum,  (þó ekki þeim sem eru í neyzlu, auðsjáanlega) og reyna að finna sér verður áhugamál. Fíknin á engan betri vin en tíma sem eytt er á auðar hendur.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.2.2008 kl. 17:58

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

mæli sérstaklega með hlekknum sem Alfreð Símonarson setti inn og málflutningur LEAP er eitthvað sem enginn sem hefur áhyggjur af eiturlyfjafárinu má láta fram hjá sér fara, einfaldlega það skynsamlegasta sem ég hef heyrt í þessum málaflokki í áratugi.

Georg P Sveinbjörnsson, 28.2.2008 kl. 18:48

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er ekki sjálfhverfari en svo að þó svo að ég eigi engin börn finnst mér að það eigi að stuðla því að gera samfélög sem fjölskylduvænust. Öll lög og allur lífstíll á að taka mið að því að það séu börn í þessu landi og það eigi að gera allt sem mest til þess að krakkar eigi sem hamingjufullla æsku. Ég held að besta lausnin við að koma í veg við aukna eiturlyfjaneyslu sé miklu frekar í forvarnarstarfsemi og fjölskylduvænna samfélagi en endilega meðferðum. Meðferðaform virka ekki nema að vilji sé fyrir bata hjá fíklinum og hef ég horft upp á mjög góða vini mína fara beina leið á sama stað og þeir voru áður í neyslu sinni um leið og þeir tóku upp á því að fikta.

Síðast í gær hringdi mjög náinn vinur minn í mig útúrdópaður sem var greinilega nýfallin og það kom ekki orð að viti út úr honum. Raunar talaði hann svo ruglingslega að ég skildi ekki orð af því sem hann var að segja, nema jú að hann óskaði að fá að reykja jónu heima hjá mér gegn því að laga tölvuna mína. Ef eiturlyfjafíkn mun draga þennan agæta mann til dauða eða hann fremur sjálfsmorð vegna hennar er það engum nema honum að kenna. Sorglegt en satt því það er algjörlega vonlaust að koma fyrir honum vitinu því hann telur sig ekki vera dópista/alkahólista. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á mjög vel gefna náunga sem eru mér tengdir vegna náinnar vináttu sökkva svona djúpt ofan í eiturlyfjafíknina en verr og miður get ég ekkert gert. Einu mennirnir sem geta gert eitthvað í sinum málum eru fíklanir sjálfir og ef þeir þiggja ekki þau meðferðarúrræði sem eru til staðar verða þeir að éta það sem úti frís.

ég veit þetta hljómar kalldhæðið af mér að segja þetta en af mikillri reynslu af mönnum sem eru orðnir skemmdir að eiturlyfjum hef ég komist að því að ég skemmist sjálfur ef ég kóa með þeim. Það sem er verra er að ég fæ ekkert nema vanþakklæti fyrir hjálparhöndina sem ég veiti þeim frá flestum þeirra og ég hef betra við tíman minn að gera en að meðaumkast yfir að þeir séu að brenna í eigin sjálfskaparvíti sem þeir hönnuðu sér sjálfir.

Brynjar Jóhannsson, 28.2.2008 kl. 21:00

13 Smámynd: Kolgrima

Ég skil ekki af hverju ég get ekki opnað myndefnið á síðunni þinni, kæra Fríður Friðland - en ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að boða frjálsar ástir og fíkniefni?

Kolgrima, 29.2.2008 kl. 12:34

14 Smámynd: Kolgrima

Já, og takk fyrir sendinguna. Ég er búin að hafa martröð jafnt í svefni sem vöku síðan og spyr eins og Edda, hvað í &#"/# getur maður gert?

Kolgrima, 29.2.2008 kl. 15:01

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Myndbandið er eitthvað ekki að virka Fríða mín.

Georg P Sveinbjörnsson, 29.2.2008 kl. 20:32

16 Smámynd: Fríða Eyland

Takk fyrir ábendinguna, það má draga linkinn fyrir neðan og opna þaðan.

Fríða Eyland, 1.3.2008 kl. 19:58

17 Smámynd: Fríða Eyland

Eða að opna það hjá Alfreð þar virkar tæknin

Fríða Eyland, 1.3.2008 kl. 20:25

18 identicon

Heil og sæl, Fríða mín og aðrir skrifarar !

Þótt ei hafi nokkrar lausnir, á vanda þessum, af íhygli grundaðar, fannst mér rétt, að minnast spjallvináttu okkar; Fríða mín, hver ei hefir nokkra hnökra af sér fært, að nokkru.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:46

19 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Ég kíki á myndbandið á eftir, en tek undir það sem hefur verið skrifað hér að ofan. Það vantar stuðning eftir meðferðir... Og er reyndar líka svoldið sammála Brylla, þekki fólk sem á við vanda að stríða en gerir ekkert í því, viðurkennir það varla heldur..

Sigríður Hafsteinsdóttir, 2.3.2008 kl. 16:07

20 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

P.S. líst vel á nýja útlitið á síðunni, auðveldara að lesa!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 2.3.2008 kl. 16:08

21 Smámynd: Alfreð Símonarson

Takk fyrir plöggið Fríða, og vona ég að ég sé ekki ókurteis ef ég plögga aðeins meiru. Ég henti inn nýu efnarákavideo sem ég tók 28. feb 2008.

Víða efnarákir yfir Reykjavík, krakkar ekki borða snjóinn!!

Takk fyrir allt og kær kveðja Alli 

Alfreð Símonarson, 2.3.2008 kl. 17:56

22 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ var bara að velta því fyrir mér hvernig þú hefðir það Fríða mín...það hefur ekki heyrst frá þér svo lengi, gott útlit á síðunni það var svo erfitt að lesa hina.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:22

23 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Blessu og sæl. tek undir það sem margir hafa sagt - allt annað að lesa núna. Ég er "glöð" yfir því að þú vekir athygli á þessum málum þótt ég ætti ekki að tala um gleði vegna þessara mála. Ég á son sem hefur verið í neyslu og þekki lítillega til þeirra ´rræða sem í boði eru.

Edda Agnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:09

24 Smámynd: Halla Rut

Var bara að sjá þessa færslu hjá þér núna en þetta er alveg rétt hjá þér en samt svo mikið viðkvæmni um að tala.

Ef þetta væri blómagarður og eitrið sem notað væri mundi ekki virka á plönturnar, mundum við þá ekki skipta? 

Halla Rut , 12.3.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband