Að...............................................skrifa

Að skrifa blogg er ekkert grín, allt sem inn er komið er komið til að vera nema það sem hverfur en það er sjónhverfing og blekking ein.  1

Ég til dæmis er alger aumingi að skrifa ekki undir nafni.....smá eftirsjá þar en hvað um það, það er líka blekking, ekki eftirsjáin heldur nafnleyndin.

Ég er afskaplega spéhrædd og léleg í stafsetningu og málfræði, ef ekki væri púkinn þyrði ég ekki einu sinni koma með athugasemdir, en þar hef ég verið mun duglegri en að rækta mitt eigið blogg.

Svo er annað að ég fór ekki að lesa bloggið fyrr en mánaðarmótin júlí ágúst........ég les mikið þrátt fyrir  getuleysi á ritvellinum..........og ég las og las fannst erfitt að lesa án þess að kvitta ...fór að kvitta og....smá saman að koma mínum sjónarmiðum á framfæri hjá hinum og þessum.....þar sem umræðan kveikti í mér eða þakka fyrir mig eftir atvikum.

Það sem kom mér mest á óvart hvað það eru margir góðir bloggarar ég var ekki að plata þegar ég sagði að ég byrjaði að lesa blogg fyrir tveim mánuðum ég hafði aldrei lesið blogg fyrr, nema í dagblöðum, taldi að þetta væri aðeins fyrir krakka og einmanna fólk. Annað sem kom mér á óvart er hvað fólk er ófeimið og innilegt hérna í netheimum, en umfram allt fjölbreytt, sem er það allra besta.

Það er margt í mörgu og sjónarmiðin margvísleg.

Sumir þora að skrifa um sitt daglega líf og margir eru frábærir í þessu koma auga á spaugilegu hliðar daglega lífsins og ná að koma þeim frá sér á óviðjafnanlegan hátt. Þessu þori ég ekki, nei engan veginn enn, en dáist af þeim sem þora..

Auðvitað veit ég að það er ekki hægt að skrifa athugasemdir ef að engar væru færslurnar, en á meðan það eru margir bloggarar að blogga um áhugaverð mál, sé ég að það engin ástæða fyrir mig að vera að blogga neitt bara að blandast umræðunni.......hvað með það.

Samviskan er að drepa mig talandi í hringi, bloggið hefur náð taki á mér ég sem ætlaði alltaf að vera óháð öllu, ræð ekki neitt við neitt. Ég hefði átt að vita betur og halda mig fyrir utan þetta.....þar sem ég er bæði spéhrædd og lélegur penni sem kann ekki fingrasetningu.......Skrifa ég ekki færslur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

hei hvað er nú þetta góða mín, víst geturðu skrifað gott blogg.

Reyndar finnst mér það ekki skipta svo miklu máli hvort blogg er gott eða ekki, mikið frekar það hvort það er einlægt, og þitt er einlægt.

Elskan mín, hafðu meiri trú á þér, lífið er miklu skemmtilegra þannig, og þú ert alveg jafn merkileg og mikilvæg eins og hver annar dúddi sem er til.

Haldu áfram að blogga Fríða mín, það er nefnilega líka gefandi fyrir okkur hin, skiptir ekki máli hversu ómerkilegt eða lítilfjörlegt þér finnst það vera, því það getur verið gefandi fyrir einhvern annann.

Myndi taka utan um þig og klappa þér á öxlina, en júnó ég er í Finnlandi svo ég geri það bara í huganum. smjúts.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.9.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: krossgata

Þetta er ekki illa skrifuð færsla, svo lélegur penni ertu líklega ekki.  Það þurfa heldur ekki allir að vera snillingar á ritvellinum, þeir geta bara sett snilldina sína í bækur og allur aragrúinn af skrifandi fólki getur svo skrifað kinnroðalaust á blogginu.

Hegðun fólks á blogginu dæmir það svo hvort sem það er undir nafnleynd eða ekki.  Það er ekki gefið að fólk sé kurteisara undir fullu nafni.  Annars finnst mér enginn í raun skrifa undir fullu nafni nema nafnið sé sjaldgæft eða einstakt.  Að skrifa undir algengu nafni og nota ekki eigin mynd er rétt eins og að vera undir nafnleynd.

Mér finnst ekki skipta nokkru máli hver manneskjan er sem skrifar skemmtileg blogg.  Það eru eiginlega skrifin sem heilla mann ekki hver hún/hann er eða hverra manna.

krossgata, 29.9.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Fríða Eyland

Takk  ég vandaði mig mikið og var lengi að skrifa þessa steypu. það er allavega skárra að skrifa eitthvað en ekki neitt hér á blogginu.

Það átti ekki að vera vælubragur á þessu það kom bara að sjálfu sér, þetta var einlægni.

Eitt af besta við bloggið er hvað hver og einn skín í gegn í frásögn sinni og ég er að seigja satt. Það er til lítils að skrifa blogg ef umræðan er komin á fullt hingað og þangað, umræða sem manni langar að taka þátt í og er hafin.

Hrafnhildur þakka fyrir öll faðmlögin þau virka og þér krossgata fyrir hlýhug ég er heppin með bloggvini á því er enginn vafi.

Fríða Eyland, 30.9.2007 kl. 01:34

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk fyrir athugasemdina í kvöld, er frekar ný í þessu og ekkert svo margir sem lesa það sem ég skrifa, fjölgar þó. Sé ómögulega að þú sért eitthvað lélegur penni, það er einlægnin sem gildir. Hef fullan skilning á stafsetningarvillum, stafsetning er bara hluti af persónuleikanum.

Er sammála með bloggið, stórskemmtilegt og skrifar hver með sínu lagi, gefur þessu þennan skemmtilega blæ. Ætlaði sjálf fyrst að skrifa undir nafnleynd, skýrir það búbótina. Hætti við og setti nafnið mitt við. Finnst það í raun ekki skipta öllu ef fólk dettur ekki í það að hegða sér ósiðsamlega í skjóli nafnleyndar.

Ég hugsa þetta sem eins konar yfirfall á hugsunum mínum og skoðunum. Hef líka gaman af að segja gamlar sögur.

Kristjana Bjarnadóttir, 30.9.2007 kl. 22:44

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hæhæ

Þekki það að bloggið nái tökum á manni......erfitt að slíta sig frá þessu stundum vegna þess að hér er oft alveg ofsalega gaman að fylgjast með og heill heimur af fólki með ólíkar skoðanir opnast manni !

Takk fyrir einlæg skrif, mér fannst mikið til þeirra koma !

Kær kveðja, Sunna Dóra 

Sunna Dóra Möller, 1.10.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Halla Rut

Ég byrjaði að skrifa á svipuðum tíma og þú og hef gaman að.  Hér kemur þú fram á eigin forendum og engin skal dæma þig. Er ekki svo sleip í skrifum sjálf.

Halla Rut , 2.10.2007 kl. 01:03

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fríða... Mér finnst þú einn af skemtilegstu bloggurum hérna inni..

Mig grunar að þú sést með mikla fullkomnunaráráttu því ekki get ég séð að bloggið þitt hafi verið með mikið af villum..

Ég er nú alveg skelfilegur í stafsettningu því ég er svo hrillilega fljótfær... ÉG skrifa oftast með tölvuna á maganum og læt hlutina bara vaða.....

Ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur... þú ert mjög fínn penni og bætir það sérstaklega vel upp með því að vera svo skemmtileg.

Hvað sem þú gerir.. ekki hætta að blogga..  

Brynjar Jóhannsson, 2.10.2007 kl. 01:22

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hæ Fríða...takk fyrir flott comment hjá mér. Þessi mynd sem þú varst að spyrja um er reyndar kort..og kostar 400 krónur plús sendingarkostnaður. Þú varst sko að flækjast um kortaverslunina mína þegar þú rakst á það..galleríið mitt er í öðru albúmi.  Myndin sjálf er kannski til sölu ég bara veit það ekki....og hef ekki hugmynd um hvað ég myndi selja orginalinn á. Þetta er blönduð tækni, akríl litir, vatnslitir og trélitir.

Ef þú vilt fá svona kort sendu mér þá bara e amil darlingið mitt..og mér finnst þú fínn bloggari og núna færðu knús alla leið frá englandi

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 13:18

9 Smámynd: Fríða Eyland

Takk Sunna Dóra

Halla, þú hefur þor og dug, átt þér fáa líka, kemur til dyranna eins og þú ert klædd. Hvað sem dómum líður, erum við öll breysk og hlaupum stundum aðeins og hratt, hér kemur enn einn kostur bloggsins, það má alltaf leiðrétta ósanngjörn ummæli og skrif. Ef svo illa vill til að skapið hafi náð yfirhöndinni meina ég, þú ert hetja Halla Rut með eld í æðum

Brilli snilli, sömuleiðis

Katrín, ég hélt að þú værir á leiðinni, eða komin á skerið. Myndirnar þínar eru margar fallegar, þarf að skoða þær betur 400 kall er gjafverð fyrir falleg kort, greinilegt að íslenska okrið er fjarlægt hjá þér í englandinu. takk fyrir knúsið sendi þér knús til baka.

Fríða Eyland, 2.10.2007 kl. 15:21

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæl Fríða og velkomin í bloggvinahópinn minn. Myndirnar þínar eru frábærar!

Sjáumst á blogginu

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.10.2007 kl. 15:37

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú heitir Fríða, og ég kalla mig Fríðust, þannig að við erum ekki bara bloggvinkonur, við erum líka næstum því nöfnur. Púkinn virkar ekki hjá mér, og mér er alveg sama um stafsetningarvillur, það er stíllinn sem telur.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.10.2007 kl. 19:05

12 Smámynd: Gulli litli

Keep it up girl

Gulli litli, 3.10.2007 kl. 10:39

13 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Muna að á bloggi eru bara skrifaðar eintómar doktorsritgerðir ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 4.10.2007 kl. 00:21

14 Smámynd: Fríða Eyland

Takk Ragnheiður þínar eru líka frábærar...

Við erum það sannarlega hálfnöfnur að minnsta kosti Ingibjörg og auðvitað fegurðardrottningar hvað annað ?  

Thanks, Gulli og sömuleiðis

Gerður

Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 13:05

15 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég verð að segja að þetta blogg finnst mér mjög einlægt og skemmtilegt. Ég reyndar kom alltaf inná hjá þér oft vegna þess að mér datt í hug að þú værir með sjóð af frásögnum.  Ég sjálf er mjög óörugg hvað maður á að skrifa um en ég læt stundum vaða, ég get þá minnsta kosti lesið það sjálf til að minna mig á.

Ásta María H Jensen, 9.10.2007 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband