Smá samanburður á myndum frá Austurvelli

Bænagangan 10. nóvember 2007 Laugardaginn 10. nóvember kl. 14 var haldin bænaganga. Í bænagöngunni var safnast saman í Jesú nafni í bæn fyrir miðborginni og í bæn fyrir því að myrkrið víki fyrir ljósi lífsins. Einstaklingar í undirbúningshópnum komu úr hinum ýmsu kristnu söfnuðum og kirkjudeildum. Myrkrið var í þessu samhengi skilgreint af undirbúningshópnum sem ofbeldi, áfengis- og vímuefnaneysla, sjúkdómar, skuldir og sjálfsmorð. Bæn dagsins var sú að þetta myrkur myndi víkja fyrir ljósi lífsins. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson hóf bænagönguna á Skólavörðuholti með bæn ásamt Baldri Frey Einarssyni. Lögregla og bifhjólamenn leiddu gönguna. Alþjóðleg lúðrasveit Hjálpræðishersins lék. Á Austurvelli flutti sr. Ólafur Jóhannsson ávarp og í kjölfar hennar var lesin hvatningu/áskorun til stjórnvalda um að efla kristinfræðikennslu í skólum. Bænastund var síðan þar sem nokkrir fluttu bæn í þessum anda en það voru: Birna, Baldur Freyr, Helga S og Kristófer. Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup lauk bænastundinni með bæn og blessun. Þjóðsöngurinn var sunginn í lokin við undirleik lúðrasveitar Hjálpræðishersins. Lögreglan áætlaði að um 3000 manns hefðu tekið þátt í göngunni og var sá hópur býsna fjölbreyttur, ungir sem aldnir, konur og karlar, stórir og smáir. Á göngunni bað fólk, spjallaði saman og söng. Þorvaldur Víðisson 

030

 Fleiri myndir frá bænagöngunni

 Lögreglan segir að á fjórða þúsund manns sé samankominn á Austurvelli að mótmæla ástandinu. Að sögn sjónarvotta var aðsúgur gerður að lögreglunni auk þess sem eggjum rigndi yfir Alþingishúsið. Einn mótmælandi sá sig knúinn til þess að flagga Bónusfánanum á Alþingishúsið en sá aðili var handtekinn. Mótmælafundurinn er sá allra fjölmennasti en vikulegur mótmælafundur hefur verið á Austurvelli undanfarið. 'A MBL má finna þennan .

.Lögregla telur að um 2000 manns hafi mótmælt í miðborginni í dag

3013176561_9925a47c32_m

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri myndir af fundinum hér 

Merkilegur Samanburður Geir Jón var á svæðinu í báðum tilfellum og einnig síðasta laugardag en þá taldi hann að u.þ.b. nokkur hundruð manns hafi verið samankomin á Austurvelli

Mynd frá síðustu helgi

g myndir blogg ymislegt motmaeli 081101 johann rostur 2 721925

Fleiri myndir til glöggvunar má finna hér hjá svörtum

DSC 6183
 Geir Jón í bænagöngu og hérna er hann í mótmælunum í gær

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Góð Fríða!!!

Geir Jón hefur náttúrulega ákveðinna hagsmuna að gæta með bænagönguna...verandi trúarnöttari sjálfur og eins og fólk man vonandi, þá birtust myndir af honum í faðmlögum við Baldur Frey í fjölmiðlum

Getur einhver tekið að sér að kenna manninum að telja?

Heiða B. Heiðars, 9.11.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Fríða Eyland

Ertu búin að sjá hvað BB skrifar í dag

Fríða Eyland, 9.11.2008 kl. 15:59

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Neiiiii....langar mig að lesa fíflið?

Heiða B. Heiðars, 9.11.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: Fríða Eyland

Í dagbókarfærslu í gær velti ég fyrir mér, hvort unnt væri að treysta á óhlutdrægni fjölmiðlafólks í þessari orrahríð allri. Ég hef fengið ábendingar um, að fleiri velti þessu fyrir sér.BB

Alveg ótrúlegur æðsti yfirmaður Löggunnar sem kann ekki að telja, hann vill þöggun og kúgun alla leið

Fríða Eyland, 9.11.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

úff...ég vissi að ég hefði ekki átt að lesa þetta! Maðurinn getur ekki skrifað staf án þess að ég fái andateppu af pirringi

Heiða B. Heiðars, 9.11.2008 kl. 16:12

6 Smámynd: Fríða Eyland

Einmitt, ég þekki andarteppuna. Maðurinn er ótrúlega veruleikafyrrtur

Fríða Eyland, 9.11.2008 kl. 16:40

7 Smámynd: Kolgrima

Góð! Frábærar myndir.

Kolgrima, 9.11.2008 kl. 17:15

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Skemmtilegur samanburður. Það má segja að hér sé safnað í næstu íslandssögu!

María Kristjánsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:18

9 Smámynd: Kolgrima

Hm... í ljósi þessara mynda og fréttaumfjöllunar um mótmælin, er ótrúlegt að BB komist að þeirri niðurstöðu að fréttastofur séu á bandi mótmælenda!

Mér hefur einmitt fundist þær standa dyggan vörð um establishmentið!

Kolgrima, 9.11.2008 kl. 18:02

10 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 9.11.2008 kl. 19:52

11 identicon

Jónas er ómyrkur (Jonas.is)

09.11.2008
Hinir sönnu saurgarar
Þegar fjölmiðill fyrir fávita ræðir "saurgun" Alþingis, skulum við átta okkur á, hver saurgar hvern. Í fyrsta lagi er ekki hægt að saurga Alþingi, því að það er handónýt stofnun atkvæðavéla. Þar skiptast menn í lið og gera eins og þeim er sagt. Alþingi er fullfært um að saurga sig sjálft. Í öðru lagi munum við fjölmiðlana. Því meira sem kreppan eykst, því betur sjáum við ábyrgð fjölmiðla á henni. Þeir voru klapplið útrásarinnar. Elskuðu skúrkinn Davíð umfram alla aðra. Og voru aldrei með á nótunum í framvindu kreppunnar allt frá hausti 2007. Saurgarar nútímans eru einmitt Alþingi og fjölmiðlar.

09.11.2008
Firrtar sjónvarpsfréttir
Veruleikafirrtar fréttir Sjónvarpsins og einkum Stöðvar 2 af mótmælafundi í gær sýna eymd íslenzkra fjölmiðla. Hliðvarzla fjölmiðlanna virkar þó ekki, því að girðingin umhverfis sannleikann er víðs vegar slitin. Internetið hefur tekið við af fjölmiðlunum sem álitsafl heimsins. Og er í þann veginn að taka við sem fréttaaflið. Sú breyting tekur nokkur ár. En ljósvaki, sem enginn treystir, flýtir fyrir þróuninni. Þétt blogg og myndskeið af andófinu birtust milli fundar og sjónvarpsfréttatíma. Þegar ritskoðað rugl birtist svo í ljósvaka um kvöldmatarleytið, lýsti það aumum stöðvum betur en andófi

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:36

12 Smámynd: Fríða Eyland

Magnað hvernig hægt er að miðla fréttum á jafn ósanngjarnan hátt, þarna stóðu þúsundir manna og klöppuðu af og til.

Smá gjörningur hjá ungu reiðu fólki sem flögguðu bónus-svíninu og löggan varð brjáluð. Eggja og jókúrt kastið var framkvæmt af nokkrum aðilum en fréttastofurnar sáu aðeins ástæðu til að sýna það. Ekki eitt einasta brot úr ræðunum sem voru hverri annarri betri.

Og hvernig þeir telja  

Fríða Eyland, 9.11.2008 kl. 21:08

13 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Gott hjá þér að vekja athygli á þessu.  Hentug ónákvæmni eða gleymni er sumum kirkjunnar mönnum í forsvari ákaflega mikið að skapi.  Gallup könnunin 2004 um "Trúarlíf Íslendinga" leiddi ýmsar óþægilegar staðreyndir í ljós fyrir Þjóðkirkjunni eins og þær að aðeins um 50% Íslendinga telja sig kristna og aðeins um 8% trúa á líf á himnum eftir dauðann.  Hvað gerir það fólk sem fer með Trúarjátninguna í massa vís?  H - eitthvað? 

Svanur Sigurbjörnsson, 9.11.2008 kl. 21:51

14 Smámynd: Fríða Eyland

Já Svanur, segðu hentistefnan á sér engin takmörk

Fríða Eyland, 13.11.2008 kl. 22:24

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er reyndar með ólíkindum og siðferðilega algerlega óviðunandi að í bænagöngunni hafi ofbeldi og sjúkdómar verið settir undir sama myrkurshatt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband